Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun funda með Tinnu Brynjólfsdóttur á skrifstofu forsetans við Sóleyjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Bréf Tinnu þar sem hún lýsir miklum vonbrigðum með að Guðni hafi ekki viljað hitta sig, vakti mikla athygli í gær. Tinna er eiginkona Magnúsar Arnar Arngrímssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis Banka sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátt sinn í BK-44 málinu svokallaða, sem snerist um 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til BK-44 í nóvember 2007, dvelur hann nú í fangelsinu á Akureyri.
Heitar umræður sköpuðust um málið á samskiptamiðlum og voru bæði Guðni og Tinna gagnrýnd. Sagði Guðni í bréfi til Tinnu að það væri ekki skynsamlegt fyrir þau að funda þar sem honum væri ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu.
Vísir greinir svo frá því í dag að Guðni hafi skipt um skoðun og boðið henni til fundar í dag.