fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín: Gengið ekki fellt og veiðigjöld ekki lækkuð

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. mars 2017 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að gengi íslensku krónunnar verði ekki fellt og að veiðigjöld verði ekki lækkuð. Fyrirtæki í sjávarútvegi, sem hafi verið veittur réttur á auðlind þjóðarinnar, þurfi að sýna samfélagslega ábyrgð. Þau hafi hagnast mikið síðustu ár:

Gengið verður ekki fellt. Það sem skiptir mestu máli er að taka á gjaldmiðlamálum okkar Íslendinga. Við sjáum sama vandann víða um land sem er of sterkt gengi krónunnar. Við hljótum öll að sjá að það gengur ekki lengur að vera með íslenska krónu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. „Það er ekki á dagskrá að lækka veiðigjöldin. Ég er mjög treg til þess,“ sagði Þorgerður Katrín. Í blaðinu segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að lækka þurfi veiðigjöld en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson, tók í sama streng í ræðu á Alþingi í gær.

Framkvæmdastjóri HB Granda á Akranesi, sem ætlar að hætta bolfiskvinnslu á Akranesi, vill ekki gefa upp hversu mikið tapið verður á vinnslunni á árinu en Akranesbær hefur kynnt forsvarsmönnum fyrirtækisins aðgerðir upp á ríflega milljarð króna til að bæta aðstöðu HB Granda til vinnslu í bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar