fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Gísli Marteinn: „Dónaskapur og frekja“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 27. mars 2017 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dónaskapur og frekja (sumra) íslenskra rútufyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur er eitt skýrasta dæmið um neikvæða fylgifiska ferðamennskunar. Ég vil ekki alhæfa og vonandi eru einhver fyrirtæki betri en Extreme Iceland sem sést hér.“

Þetta segir Gísli Marteinn og á við atvik sem Pressan fjallar um í dag. Rútubílstjóri í miðbæ Reykjavíkur brást ókvæða við þegar hann var gagnrýndur fyrir að leggja á miðri götu þegar hann gat stöðvað á Smiðjustíg. Vegfarandinn sagði að það væri starf rútubílstjórans að leggja rétt, svaraði rútubílstjórinn því með:  „I honestly don‘t give a fuck.“

Fjölmargir hafa tjáð sig um frétt Pressunnar. Halldór Auðar borgarfulltrúi segir:

„Sem borgarfulltrúi (svo langt sem það nær nú) vil ég fordæma svona virðingarleysi gagnvart náunganum. Frekjan má ekki drepa mannlífið í miðbænum.“

Þá segir söngvarinn Logi Pedro Stefánsson:

„Hef búið í 101 alla mína ævi og ein stærsta breytingin síðustu ár er umferð rúta um hverfið. Ég lendi í því ótrúlega oft á viku (5+ sinnum) að rútur annaðhvort stoppi alla umferð eða leggi uppi á gangstéttum til að sækja túrista. Þetta er eiginlega óviðunandi ástand.“

Fulltrúi ferðaþjónustufyrirtækisins Extreme Iceland sagði þessa hegðun er ekki til eftirbreytni og er beðist velvirðingar á þessari framkomu. Gísli Marteinn Baldursson fyrrverandi borgarfulltrúi fjallar einnig um atvikið og bendir á að bílstjórinn leggi upp á gangstétt þrátt fyrir að sérmerkt rútustæði við Traðarkot sé skammt frá. Gísli Marteinn segir að lokum.

„Linkind borgaryfirvalda er líka óþolandi. Af hverju eru þessir aðilar ekki rukkaðir þegar þeir stöðva rúturnar uppá gangstéttum? Og eitt er sjaldan nefnt en ég þekki vel: Gangstéttarhellurnar mölbrötna undan dekkjum rútanna, þannig að við almennir borgarar höfum ekki bara veruleg óþægindi af þessari framkomu, heldur berum við kostnaðinn líka. Enginn túristi myndi telja það eftir sér að labba 100 metra að rútustæði.“

https://www.youtube.com/watch?v=7HwlFaQqt54

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón