fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Brynjar vill fá skýr svör frá Sigmundi: „Ég vil ekki að menn séu að kveða í hálfkveðnum vísum“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. mars 2017 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra segi nákvæmlega hvað gerðist því hann hafi gefið í skyn að vogunarsjóðir hafi boðið honum mútur þegar hann var forsætisráðherra.

Sigmundur sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi í gær að fólk hafi gert grín að honum þegar hann lýsti á flokksþingi 2015 atburðum sem hann hafði lent í en nú sé betur og betur að koma í ljós hvernig þessir aðilar starfa. Aðspurður um hvort hann væri að vísa í mútumál eins sjóðsins og hvort hann sé að halda því fram að eitthvað slíkt sé í gangi hér sagði Sigmundur:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

„Ég er ekki að saka neina Íslendinga að hafa þegið mútur, en ég veit að mér var boðið að leysa málin á þann hátt að ég gæti verið sáttur við þá og þeir yrðu sáttir og málið leyst. Mér var reyndar líka hótað, oftar hótað en mér var boðin ásættanleg lausn.“

Hvað ertu að segja mér núna, að þér hafi verið boðin ásættanleg lausn, hvað þýðir þetta?

„Það voru oftar en einu sinni menn sendir að tala við mig, spyrja mig hvort að ég væri ekki til í það að klára þetta mál þannig að allir gætu vel við unað.“

Hvort þú værir falur?

„Já, já, ég er að segja það.“

Gera þarf greinarmun á mútum og þegar menn reyna að ná samkomulagi

Brynjar Níelsson var spurður út í þessi orð Sigmundar í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun, sagði hann að Sigmundur hefði aldrei með berum orðum sagt að honum hafi persónulega verið boðið fé. En út frá því hvernig Sigmundur hefði talað þá sé best að hann skýri hvernig var í pottinn búið:

Stundum hefur maður á tilfinningunni í almennri umræðu að menn geri ekki greinarmun á mútum, því hann notar aldrei orðið mútur sjálfur, og þegar menn eru að reyna að ná samkomulagi. Þegar menn takast á og segja „ég vil þetta og þá getur þú fengið þetta“.  Menn mega ekki gera of mikið úr því og gera það að einhverjum mútum eða hótunum. Þetta getur aðeins ruglað umræðuna,

sagði Brynjar. Hann segir að Sigmundur hafi gefið í skyn að reynt hafi verið að múta honum, aðspurður hvort það þurfi að skoða það nánar og fá skýrari svör segir Brynjar:

Ég vil auðvitað að fyrrverandi forsætisráðherra segi nákvæmlega hvað gerðist, því hann er búinn að hálfpartinn gefa það í skyn að honum hafi verið mútað. Falur, hvað þýðir það? Hann verður þá að segja það nákvæmlega hvað menn voru að reyna að gera. Annað en að reyna að hafa áhrif eins og menn reyna að gera þegar verið er að deila og komast að niðurstöðu.

Ég vil ekki að menn séu að kveða í hálfkveðnum vísum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni