fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Jóhanna ætlar að rukka ferðamenn og Árni hótar að taka áfangastaðinn úr bókinni: „400kr fyrir 12 ára og eldri“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 25. mars 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun kosta 400 krónur að berja Helgafellið augum.

Gjaldtaka á vinsælum áfangastöðum ferðamanna veldur deilum. Jóhanna Kristin Hjartardóttir, ábúandi á jörðinni Helgafelli við Stykkishólm hefur tilkynnt að þar verði framvegis rukkað viðhalds- og þjónustugjald af þeim ferðamönnum sem vilji koma og njóta staðarins. Jörðin er sögufrægur staður en þar er Guðrún Ósvífursdóttir grafin, ein af aðal sögupersónum Laxdælu. Þetta mælst mis vel fyrir og Árni Tryggvason segir að hann muni ekki fjalla um Helgafell í væntanlegri ferðabók sinni vegna málsins.

Að sögn Jóhönnu verður gjaldið notað til að auka aðgengi að Helgafelli og bæta aðstæður á staðnum, til að mynda með gerð bílastæðis og uppsetningu salernisaðstöðu.

Ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin af Jóhönnu og fjölskyldu er sú að þau fengi synjun um styrkveitingu í annað sinn. Sótt var um styrki hjá hinu opinbera til að klára göngustíga, bílastæði, bæta aðgengi og fleira tilfallandi sem vinna hófst við árið 2014.

Jóhanna segir að svæðið sé farið að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna sem aukist hröðum skrefum. Ástandið sé nú orðið þannig að nauðsynlegt sé að hafa starfsmann á svæðinu til að stýra umferð og sinna upplýsingagjöf.

Gjaldið verður „400kr fyrir 12 ára og eldri“.

Þessar fyrirætlanir mælast ekki vel fyrir hjá öllum. Í Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, sem telur næstum 10 þúsund manns urðu miklar og harðar umræður um gjaldtökuna. Árni Tryggvason, hönnuður og ljósmyndari vinnur nú að útgáfu ferðabókarinnar What, Where and How in Iceland.

Árni segir um gjaldtökuna:

Ég styð þetta engan veginn í ljósi þess að á staðnum hvílir bæði helgi og mikil saga. Ég kom við hjá ykkur í september síðastliðnum og þótti það jaðra við helgispjöll að sjá hvernig búið var að loka leiðinni upp á fellið. Þ.e. þessari „einu sönnu leið“ sem hefst við leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur og ganga skal upp samkvæmt ákveðnu ritúali. Leiðið stóð þarna eitt í skítasvaði og þvergirt fyrir göngustíginn.

Árni telur að ákveðnar kvaðir hvíli á þeim sem búi á sögufrægum stöðum og núverandi ábúendur á Helgafelli séu að bregðast þeim skyldum sínum. Hann segir að hann muni taka út umfjöllun um Helgafell úr ferðabók sinni í ljósi þessara aðgerða landeigenda.

Staðurinn er ekki áhugaverður lengur. Ykkur eru aðrar leiðir færar til að stjórna umferð á fellið,

segir Árni.

Sitt sýnist hverjum og saka einhverjir meðlimir hópsins Árna um hroka. Flestir virðast styðja þetta framtak landeigenda þó að mörgum þyki það skrýtið að hið opinbera, sem græðir mikið á straumi ferðafólks til landsins leggi ekkert að mörkum til að vernda sögufræga staði hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir