fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Eliza Reid forsetafrú: ,,Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 25. mars 2017 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eliza Reid forsetafrú. Mynd: Facebook

Miklar umræður hafa verið um íslenska tungu undanfarin misseri og sitt sýnist hverjum. Á samskiptamiðlum hafa einhverjir vegið hart að íslenskukunnáttu Nicole Leigh Mosty, þingkonu Bjartar framtíðar sem ekki er fædd hér á landi. Nú hefur Eliza Reid, forsetafrú, lagt orð í belg en það gerir hún í pistli á Facebook síðu sinni er hún deilir frétt Eyjunnar um málefni Nicole Leigh Mosty.

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands fjallaði um þróun og breytingar á íslenskri tungu í pistli á Facebook síðu sinni og greint var frá á Pressunni í morgun.

Sjá frétt: Leyfum kynhlutlaus mannanöfn og tökum upp kynhlutlaus persónufornöfn

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson eru nýlega komin heim eftir opinbera heimsókn í Noregi. Þar reyndi forsetinn fyrir sér á norskri tungu og flutti ræður. Eiginkona hans segir að forsetinn viðurkenni þó sjálfur fyrstur manna að orðaforða hans og framburð megi bæta. Að hennar sögn voru Norðmenn mjög ánægðir með þessa viðleitni forsetans og að hann skyldi ekki flytja ræður á enskri tungu.

Eliza er sjálf fædd í Kanada og er einn þeirra 10% prósenta hér á landi sem eru innflytjendur. Hún segist stolt af því að á Alþingi sitji þingmenn sem fæddir eru erlendis, sama hvaða flokki þeir tilheyra. Hún þekki það á eigin skinni hve erfitt það geti verið að ná tökum á nýju tungumáli á fullorðinsaldri.

Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur (búningur, búðingur, hver er eiginlega munurinn á því).

Þótt ég þurfi ekki að flytja langar eða stuttar ræður á Alþingi kem ég reglulega fram og tala þá oftast íslensku. Ég geri mitt besta og sem betur fer er mér alltaf vel tekið.

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Eliza segir það mikilvæg að bera virðingu fyrir íslenskunni og að allir eigi að leggja sig fram við að skrifa hana og tala eftir bestu getu og leggja þurfi áherslu á það við menntun barna þessa lands. Umburðarlyndi sé engu að síður mikilvægt og skilningur gagnvart þeim sem eiga íslenskuna ekki sem móðurmál.

En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það.

PS: Ég þurfti að láta lesa þetta yfir, annars hefði verið fullt af villum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“