fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Hjálmar: Upphrópanir byggjast á misskilningi eða rangtúlkunum

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. mars 2017 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Þorsteinsson bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Mynd/klinikin.is

„Í tilefni af fjölmiðlaumræðu um 5 daga legudeild Klíníkurinnar vill undirritaður árétta að hvorki Velferðarráðuneytið né Embætti landlæknis hafa neinar athugasemdir við starfsemina sem heldur áfram ótrufluð þrátt fyrir ýmis konar upphrópanir síðustu daga sem flestar byggjast á misskilningi eða rangtúlkunum.“

Svona hefst fréttatilkynning frá Hjálmari Þorsteinssyni bæklunarskurðlækni og framkvæmdastjóra Klíníkurinnar í Ármúla. Segir hann að erindið sem liggur á borði Velferðarráðherra og Sjúkratrygginga Íslands er snýr að Klíníkinni sé tilboð stofnunarinnar um að veita hinu opinbera aðstoð við að stytta biðlista t.d. eftir liðskiptaaðgerðum og kvensjúkdómaaðgerðum. Mikil þörf sé á starfseminni sem sýni sig í tölum um komu sjúklinga, 1.500 sjúklingar hafi komið á Klíníkina í fyrra og hafi sjúklingarnir verið konur í 85 prósent tilvika:

Eins og staðan er nú hafa íslenskir sjúklingar á löngum biðlistum rétt á að fara til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Klíníkinni og það álitaefni sem liggur fyrir hjá Velferðarráðuneytinu er m.a. hvort ekki sé ráð að gefa sjúklingum sem eiga rétt á aðgerðum erlendis að fá þær á Klíníkinni og þannig mætti stytta biðlista verulega og auka lífsgæði sjúklinganna. Svar við þessum erindum hefur ekki borist til undirritaðs og mun þar af leiðandi ekki tjá sig um mögulega niðurstöðu fyrr en svar liggur fyrir hendi.

Segir Hjálmar forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag gott dæmi um beinlínis rangan fréttaflutning. Það liggi ljóst fyrir eftir ítarlega úttekt Embættis landlæknis frá 17. janúar á þessu ári að Klíníkin uppfylli kröfur til að reka hvort heldur sem er sérhæfða sjúkrahúsþjónustu eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanna með 5 daga legudeild, því sé ekkert til fyrirstöðu að Klíníkin leggi inn sjúklinga í kjölfar aðgerðar:

Ekkert erindi liggur fyrir frá Klíníkinni um að ráðherra veiti leyfi til stofnunarinnar sem ,,sérhæft sjúkrahús” og ekki stendur til að óska eftir því. Núverandi rekstur og sú starfsemi sem mun á næstunni bætast við krefst þess ekki að slíkt leyfi verði veitt og því er sú umræða sem verið hefur í fjölmiðlum síðustu daga afskaplega villandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“