Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnar því að hafa nokkurn tímann sagt að geðlyf virki ekki eða að hafa líkt lyfjagjöf við að vökva dáið blóm. Þetta sagði Bjarni í Twitter-færslu sem birtist um miðnætti.
Málið má rekja til meints myndbands, sem nú hefur verið fjarlægt, þar sem Bjarni á að láta slík orð falla í stjórnmálafræðitíma í Verzlunarskóla Íslands í gær þegar hann var spurður um áform ríkisstjórnarinnar um betrun í geðheilbrigðiskerfinu. Var færslunni meðal annars deilt í gengum vefsíðuna Kaffið.is. Samtökin Geðsjúk gripu þessi meintu ummæli á lofti og sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem segir:
Sé það meining Bjarna að geðlyf séu gerviþörf og tilgangslaus, rétt eins og að reyna að vökva líflaust blóm, biðlum við til forsætisráðherra að kynna sér málið til hlýtar og draga þessi ummæli til baka.
Bjarni svaraði þessu síðan á Twitter með eftirfarandi færslu: