fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Þjóðararfinum ógnað: Börn í Hafnarfirði tala ensku í frímínútum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty images

„Ég hef aldrei haft neinar sérstakar áhyggjur af slettum – þær koma og fara. […] Þegar krakkar eru hins vegar byrjaðir að tala saman og leika sér á ensku, þá erum við komin á allt annað stig,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands í samtali við Morgunblaðið. Haft var eftir grunnskólakennara í Hafnarfirði að margir nemendur í skólanum hafi samskipti sín á milli með því að tala ensku. Sérfræðingar telja að snjallsímar og afþreyingarveitur veiki stöðu íslenskunnar. Segir í leiðara Morgunblaðsins að þjóðararfinum sé ógnað.

Kennarinn í Hafnarfirði telur ekki öruggt að íslenskan muni lifa af þessa ógn sem hún stendur frammi fyrir.

„Þetta eru ekki aðeins unglingar, ég hef líka tekið eftir þessu með yngri nemendur. Það skal tekið fram að þetta eru ekki allir nemendur en einhverjir hópar,“ sagði kennarinn og bætti við að hann hefði fyrst tekið eftir því fyrir tveimur eða þremur árum að unglingar væru byrjaðir að tjá sig á ensku. Þá séu þetta ekki enskuskot heldur samræður á ensku.

„Í samræðum mínum við grunnskólakennara í öðrum skólum hefur komið í ljós að þetta á sér stað víða, þ.e. í mörgum skólum [ … ] „Jú, sérfræðingar vilja meina að íslenskan lifi þetta ekki af, þ.e. skortinn á íslensku efni á netinu. Það þarf að íslenskuvæða netið eins og hægt er en til þess þarf verulega mikla fjármuni og pólitískan vilja. Það getur verið að það sé orðið of seint.“

Sigrún Birna Björnsdóttir, formaður stjórnar Samtaka móðurmálskennara tjáir sig einnig við Morgunblaðið og segir mikilvægt að fullorðnir sýni móðurmálinu virðingu og ali börn sín eftir því.

„Við verðum öll að leggjast á eitt og bera virðingu fyrir þessari menningararfleifð sem tungumálið er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum