fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Benedikt afþakkaði boð til Stöðvar 2 eftir að kom í ljós að hann myndi mæta Sigmundi Davíð

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra afþakkaði boð um að mæta í umræðu á Stöð 2 í gær eftir að það kom í ljós að hann myndi mæta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þingmanni Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta fullyrðir Fréttablaðið í dálknum Frá degi til dags. Þar segir jafnframt:

Þegar í ljós kom um miðjan dag að fulltrúi stjórnarandstöðunnar yrði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, fljótur að afþakka boðið og sagði það ekki „umræðunni til framdráttar“.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Þeir Benedikt og Sigmundur eru á öndverðum meiði þegar kemur að kaupum þriggja vogunarsjóða ásamt Goldman Sachs á 30% hlut í Arion banka. Benedikt sagði í gær að hann væri jákvæður í garð sölunnar þar sem sjóðirnir væri nú að veðja með Íslandi frekar en gegn, Benedikt sagði þó að það væri óviðunandi ef ekki verði endanlega upplýst um endanlega eigendur hlutanna í Arion banka. Sigmundur setti stór spurningamerki við söluna og sagði Goldman Sachs vera „erkitáknmynd alþjóðafjármálakerfisins“. Einnig rifjaði Sigmundur upp mál Och-Ziff, sem á nú 6,6% í Arion banka, en fyrirtækið var dæmt til að greiða 213 milljón dollara sekt fyrir að hafa greitt opinberum starfsmönnum í Afríku mútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum