fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Eru þetta bara tilviljanir?

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 20. mars 2017 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins setur stór spurningamerki við tilviljanirnar í tengslum við kaup vogunarsjóða á 30% hlut í Arion banka og gagnrýnir Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra fyrir bjartsýni í tengslum við söluna. Benedikt sagði í samtali við Morgunblaðið að sjóðirnir væru nú að veðja með bankanum og Íslandi.

„Það er öf­ugt veðmál en fyr­ir hrun þegar veðjað var gegn Íslandi. Það er hægt að horfa á það já­kvætt,“

sagði Benedikt og tók Bjarni Benediktsson í sama streng, sagði hann það ánægjulegar fréttir að erlendir aðilar skuli koma með fjármagn til landsins og fjárfesta í íslenskum banka. Sigmundur Davíð segir í Fésbókarfærslu að aðalatriðið hjá Bjarna og Benedikt sé að kaupendurnir séu erlendir:

Svo virðast ráðherrarnir telja að þessir aðilar hafi einfaldlega séð tækifæri í langtímarekstri banka á Íslandi. Ætli tækifærið felist t.d. í því að lækka vexti fasteignalána á Íslandi? Þá er það líklega bara tilviljun að þetta skuli vera sömu aðilar og keyptu kröfur á bankana á hrakvirði og beittu svo ýmsum ráðum til að hámarka heimturnar (og eru reyndar þeir sömu og eru að selja sjálfum sér bankann núna),

segir Sigmundur Davíð. Setur hann stórt spurningamerki við verðið, 0,81 króna á hlut, sem sé 0,01 krónu frá því verði sem hefði virkjað forkaupsrétt ríkisins á bankanum, bendir hann einnig á fleiri tilviljanir í tengslum við söluna:

Eflaust er það þá líka tilviljun að hámarkseignarhlutur hvers sjóðs skuli vera 9,99%. En við 10% teljast menn vera komnir með „virkan eignarhlut“ sem kallar á sérstaka athugun FME á hluthöfunum. Reyndar á það sama við ef tengdir aðilar fara yfir 10% en við vitum ekki hvernig hinir nýju eigendur tengjast að öðru leyti en því að vera allir meðlimir í „Íslandsklúbbnum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni