fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Össur um snúning vogunarsjóðanna: „Varla innan móralskra marka“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 20. mars 2017 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Ríkisstjórnin stimplar án þess að hiksta að vogunarsjóðir eignist stóran hlut í íslenska bankakerfinu. Þetta eru sömu sjóðir og tóku stöðu gegn íslensku krónunni og unnu leynt og ljóst að falli hennar. Hvað sem líður lögum og reglum er þetta varla innan þeirra mórölsku marka sem ríkisstjórn landsins getur leyft sér.“

Þetta segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra, á Fésbókarsíðu sinni í dag birtir hann lista yfir fjögur atriði sem komu upp í huga hans við að hlusta á hádegisfréttirnar þar sem rætt var um kaup vogunarsjóða á stórum hlut í Arion banka. Fyrir utan siðferðislegar spurningar þá viti enginn hvaða eru meðal raunverulegra eigenda:

Fjármálaráðherrann segir að það sé bagalegt, en gerir að öðru leyti engar athugasemdir við það – og klínir svo ábyrgðinni á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Ég var ekki aðdáandi hennar, en fyrr má nú fyrr vera,

segir Össur og bætir við:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

„Í þriðja lagi, þá var það um skeið nánast opinbert leyndarmál á síðasta kjörtímabili að í röðum vogunarsjóða var rætt um að „taka snúning“ á Íslandi áður en þeir hyrfu endanlega héðan með því að eignast hlut í bönkunum. Það var tekið svo alvarlega að sérfræðingar gengu á fund forystumanna ríkisstjórnarinnar til að vara við því. Nú er því tekið með fagnaðarlátum af íslenskum ráðherrum.“

Segir Össur að upplýsingarnar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra greindi frá séu þyngsta höggið sem komið hafi frá stjórnarandstöðunni, því að öðru leyti hafi stjórnarandstaðan lítið um málið að segja í hádegisfréttunum:

Í fjórða lagi, þá er upplýst að einn sjóðanna sem keypti stóran hlut i Arion banka þurfti fyrir fimm mánuðum að greiða 23 milljarða í sektir fyrir stórfelldar mútugreiðslur i fimm ríkjum Afríku. Einu sinni þurftu menn að vera „fit and proper“ til að mega fara með hlut í íslenskum bönkum. Þurfa menn ekki að vera „fit and proper“ eftir að Viðreisn og Björt framtíð fóru í ríkisstjórnina?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni