fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Smári: Framganga Viktors Orra veldur því að fylgið lekur frá Pírötum

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 2. mars 2017 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans.

Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans segir framgöngu þingmanna Pírata í áfengismálinu, þá einkum Viktors Orra Valgarðssonar, valda því að fylgi flokksins sé á niðurleið. Fylgi Pírata reis hátt 2015 og framan af árinu 2016, mældist flokkurinn með tæplega 30 prósenta fylgi í mars 2015 og með 43 prósent í apríl í fyrra. Í kosningunum síðastliðið haust fékk flokkurinn 14,48% atkvæða og  bætti við sig sjö þingmönnum. Í könnun MMR sem birtist á mánudaginn mældist flokkurinn hins vegar með 11,6% og því orðinn minni en Framsóknarflokkurinn, en þó innan vikmarka.

Líklega er það fyrst og síðast framganga þingmanna Pírata í þessu máli, og þá einkum Viktors Orra Valgarðssonar, sem veldur því að fylgið lekur frá Pírötum þessar vikurnar,

segir Gunnar Smári og bætir við:

Píratar voru á síðasta kjörtímabili farvegur fyrir vilja kjósenda til að gagngerra breytinga á íslensku samfélagi og þó þeir hafi ekki náð því að standa undir því í kosningabaráttunni fengu þeir ágætis kjör. En augljóslega ekki til að standa í svona málum gegn vilja afgerandi meirihluta fólks í stað þess að hafa augun á boltanum, þeim málum sem miklu varða. Píratar eru nú orðnir smærri en Framsóknarflokkurinn, það er viss áfangi.

Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur og þingmaður Pírata.

Viktor Orri hefur verið ötull talsmaður áfengisfrumvarpsins, hefur hann sagt að almenningur eigi ekki að fá að kjósa um einkalíf annarra og því ættu þingmenn að taka þessa ákvörðun.

Ástandið batnar ekki með kynslóðaskiptum á þinginu

Gunnar Smári hefur lengi tjáð sig um skaðsemi áfengis, þá sérstaklega þegar hann gengdi formennsku í SÁÁ fyrir nokkrum árum, ræddi hann meðal annars um hvort samtökin ættu að taka upp nýja stefnu í áfengismálum í stað núverandi stefnu sem er sú að samtökin eru á móti boðum og bönnum í áfengismálum. Í færslu sem hann skrifar á Fésbók í dag segir hann frumvarpið sem myndi heimila sölu áfengis í matvöruverslunum vera varúðarflaut, þingheimur sé úti á túni þar sem gengið sé gegn vilja almennings, vísar hann þar til nýrrar könnunar Maskínu sem sýnir að andstaða landsmanna við sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum eykst á milli ára. Segir Gunnar Smári ástandið á þinginu ekki batna með kynslóðaskiptum, en metfjöldi nýrra þingmanna tók sæti á þessu kjörtímabili:

Ástandið á þinginu er því ekki að fara að batna með kynslóðaskiptum, heldur versna. Þótt áfengisfrumvarpið verði stöðvað þá er nóg af öðrum málum sem þessir þingmenn munu afgreiða að óskum sérhagsmunaaðila og gegn vilja og hagsmunum meginþorra fólks. Ömurlegt ástand, sem engan enda virðist ætla að taka. Alla vega dugar ekki að kjósa yngra fólk eða ný framboð. Flutningsmenn áfengisfrumvarpsins hafa drepið þann draum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“