fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín vill ná sátt í sjávarútvegsmálunum: „Það er ekkert tabú“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarmála vill að útgerðin borgi meira fyrir nýtingu sjávarauðlindarinnar og hefur það sem markmið að ná sátt til að hvorki sjávarútvegur né landbúnaður verði bitbein stjórnmálaflokka í aðdragangda næstu þingkosninga, sem verða að öllu óbreyttu árið 2020. Sagði Þorgerður Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún standi frammi fyrir tveimur stórum verkefnum í sjávarútvegsmálunum:

Stóru verkefnin í sjávarútvegsmálunum fyrir utan endurskoðun á byggðakvótanum til að tryggja meiri byggðafestu í veikustu byggðum landsins, er annars vegar fiskeldið. Við ætlum að marka skýra stefnu í fiskeldinu, þar eru gríðarlega miklir hagsmunir, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en á móti eru skýrar og sterkar kröfur um að greinin taki tillit til lífríkis náttúrunnar. Við lærum af eigin mistökum, en líka mistökum Norðmanna,

segir Þorgerður Katrín. Nefnd kemur til með að skila skýrslu til ráðherra í sumar og mun hún í kjölfarið kalla til þverpólitísks samráðs um hvernig byggja megi upp greinina:

Talandi um sjómannaverkfall, við erum að horfa á suðurhluta Vestfjarða sem varð ekki fyrir höggi í verkfallinu því þar er komin burðaratvinnugrein á svæðið.

Sannfærð um að hægt sé að ná sátt í sjávarútvegi

Kaldbakur kom til Akureyrar 4. mars síðastliðinn. Hér má sjá myndir af vettvangi.

Þorgerður Katrín segir að hitt stóra verkefnið sé að ná sátt í sjávarútvegi:

„Það er ekkert tabú, það er naívismi að tala um að það sé hægt. Ég er sannfærð um það að stjórnmálin og allir stjórnmálaflokkar sem hafa komið að því, með sjómönnum og útgerðarmönnum, að byggja upp gríðarlega öflugan sjávarútveg sem að við erum mjög stolt af. Þá eftir stendur að við þurfum að ná sátt um greiðslu fyrir aðganginn að auðlindinni.“

Hefur hún talað við forystumenn allra flokka um að setja á fót nefnd til að komast að niðurstöðu um hvernig greiðslum eigi að vera háttað og hvað útgerðin eigi að greiða mikið:

Sú nefnd mun ekki fá mjög langan tíma því mitt markmið er, í bæði sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, að í næstu kosningum verði hvorki sjávarútvegur né landbúnaður bitbein á milli stjórnmálaflokka, heldur frekar umræða um hvernig við getum haldið áfram að styðja við þessar mikilvægu grunnatvinnugreinar landsins.

Segir Þorgerður hluti af þeirri leið að ná sátt sé að útgerðin borgi meira:

Eftir stendur að við þurfum að skoða þetta í samhengi, annars vegar þarf greinin að halda áfram að ná að fjárfesta, við erum að horfa á gríðarlegar fjárfestingar í togaraflota landsins, ég var viðstödd þegar Kaldbakur kom fyrir norðan, þetta er það sem ég vil sjá, að greinin haldi áfram að fjárfesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?