fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

,,Fyrst og fremst skattlagning á landsbyggðina“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 12. mars 2017 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Hafþór Snjólfur Helgason.

Jón Gunnarsson samgöngumálaráðherra hefur viðrað þá hugmynd að taka upp vegtolla á helstu vegum á suðvesturlandi til að flýta mjög svo nauðsynlegum vegaúrbótum. Reykjanes fór á stúfana og spurði nokkra stjórnmálamenn á skaganum um aðstöðu þeirra til þessara hugmynda. Ert þú sammála að rétt væri að taka upp vegagjald til að flýta mætti framkvæmdum?

 

Hvert fara gjöldin?

Reykjanesbrautinn, leiðarinnar út í Garð og Sandgerði og Grindavíkurvegurinn eru allt vegir sem þurfa á miklum viðgerðum og lagfæringum og það strax. Ástand þessara vega er stórhættulegt, vegna slits á yfirborði. Allar þessar leiðir eru mikið eknar og því tekjulind fyrir ríkissjóð. Á þessu ári fær ríkissjóður um 70 milljarða í formi skatta og gjalda af bifreiðum og umferð. Vandamalið er að þessar tekjur skila sér ekki í þá málaflokka sem þeir var ætlað í upphafi, uppbyggingu og viðhalds vega.

Þegar allt uppbyggingarfé er bundið í jarðgangagerð og það fé sem verja á í viðhald er notað í annað er ekki hægt annað en að vera á móti vegatollum. Þetta er aðeins aukin skattheimta.

Suðurnesjamenn greiddu fyrir Reykjanesbrautina á sínum tíma með vegatolli um árabil. Þeir hafa einnig greitt fyrir viðhald hennar með eldsneytisgjaldi. Það fé er merkt viðhaldi og á að fara í það ekki einhver gæluverkefni ráðherra og þingmann. Ég er því alfarið á móti vegatollum.

Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi

Varað við hugmyndum

Ég er algjörlega sammála félögum mínum í bæjarráði Sandgerðibæjar sem bókuðu um vegatollana á fundi fyrir stuttu. Þar var varað við hugmyndum um upptöku vegatolla á leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu sem myndu leggja óeðlilegar álögur á íbúa sveitarfélga í nágrenni Reykjavíkur. Ég held að það ætti frekar að líta til þess að láta þá sem nýta sameiginlegar auðlindir okkar landsmanna greiða eðlilegt gjald fyrir það eða fella niður skattaafslætti til einstaka atvinnugreina og þannig ná fjármagni í ríkiskassann til að standa undir uppbyggingu á vegakerfinu og öðrum innviðum. Slíkt er hins vegar eitur í beinum núverandi hægristjórnar og því þurfum við Suðurnesjamenn nú að standa í því að verja okkur fyrir svona landsbyggðarskatti eins og samgönguráðherra talar fyrir.

Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar Sandgerðis

Skoðum kosti og galla

„Vegakerfið er kolsprungið, bæði vegna þess að samgöngur voru látnar mæta afgangi á hrunárunum en ekki síður vegna hins stórvaxandi túrisma. Reynslan sýnir að hefðbundnar leiðir duga skammt til að ná átaki á þessu sviði. Þess vegna finnst mér hugmynd Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, að láta meta vegtollaleiðina bara vera fín. Sjáum hvað kemur út úr skoðuninni. Þetta er þekkt víða erlendis. Kosturinn væri sá að úrbætur til vegamála gengju mun hraðar fyrir sig en ella og ferðamenn myndi aldeilis leggja sitt að mörkum með vegatollum. Skoðum kosti og galla“.

Hjálmar Árnason, fyrrverandi þingmaður

Fyrst og fremst skattlagning á landsbyggðina

Nei, ég er algjörlega mótfallin þeirri hugmynd. Það þarf að finna fleiri leiðir til að innheimta skatta af ferðamönnum á Íslandi og eru hagkvæmustu leiðirnar til árangurs að mínu mati að innheimta hófleg komugjöld með flugfargjöldum við komu og brottför af landinu ásamt því að hækka gistináttagjaldið sem er nú aðeins 100kr. Með því getum við fengið aukna innkomu í kerfið okkar sem getur þá séð um að viðhalda nauðsynlegum vegaúrbótum. Vegatollar eru fyrst og fremst skattlagning á landsbyggðina.

Fríða Stefánsdóttir bæjarfulltrúi Sandgerði

Bæjarráð Sandgerðisbæjar bókaði eftirfarandi í kjölfar umræðunnar um vegatolla:

Bæjarráð Sandgerðisbæjar varar við hugmyndum um upptöku vegtolla á leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkt leggur óeðlilegar álögur á íbúa sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgar og er í raun landsbyggðarskattur. Fyrir íbúa á Suðurnesjum er þetta sérstaklega bagalegt þar sem þjónusta ríkisins á svæðinu hefur verið skert á undanförnum árum og í auknu mæli verið flutt til Reykjavíkur. Heilbrigðisþjónustan þar skýrasta dæmið. Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur því að nota verði aðrar leiðir en vegatolla til að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir við vegakerfið

Birtist fyrst í Reykjanes. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“