fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

,,Ég vil frekar vegatolla en fleiri krossa við veginn!“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 11. mars 2017 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson samgöngumálaráðherra hefur viðrað þá hugmynd að taka upp vegtolla á helstu vegum á suðvesturlandi til að flýta mjög svo nauðsynlegum vegaúrbótum. Reykjanes fór á stúfana og spurði nokkra stjórnmálamenn á skaganum um aðstöðu þeirra til þessara hugmynda. Ert þú sammála að rétt væri að taka upp vegagjald til að flýta mætti framkvæmdum?

Til greina í ákveðinn tíma

Inn í bensíngjaldinu er fjármagn sem fara á í framkvæmdir á vegakerfi landsins. En til þess að flýta framkvæmndum á ákveðnum vegum tel ég vel geta komið til greina að greiða vegatolla í ákveðinn tíma. Ég get vel hugsað mér að setja Grindavíkurveg í einkaframkvæmd sem 2+1 veg með vegrið á milli akgreina til að flýta fyrir úrbótum á þessum hættulega vegi. En þá eingöngu í þann tíma sem tekur að greiða þessa framkvæmd niður.

Guðmundur Pálsson bæjarfulltrúi í Grindavík

Vegtollar ekki mér að skapi, en vert að skoða til hlítar

Ég tel almennt ekki rétt að uppbygging á þjóðvegi sé greidd með vegtollum, en tel þó að þeir eigi við í einstaka tilfellum. Þá á ég við ef lagður er nýr vegur sem styttir leiðina og hægt er að fara aðra leið, samanber Hvalfjarðagöngin og sama gæti átt við lagningu nýrrar Sundabrautar uppá Kjalarnes.

Ef taka ætti vegtolla af Reykjanesbraut þá eru lagðar auknar álögur á þá sem sækja vinnu á höfuðborgasvæðinu og einnig á þá sem koma til vinnu á Suðurnesjum. Eflaust mætti koma með mótvægisaðgerðir sem lægju í skattaafslætti fyrir þá sem aka veginn til vinnu en ráðherra hefur ekki nefnt þann kost. Sú nefnd sem er að vinna að þessum kostum fyrir ráðherra hlýtur að skoða þann möguleika.

Því miður þá er gífurlegra úrbóta þörf á vegakerfinu og þá ekki síst hér á Suðurnesjum og hafa hörmuleg slys undanfarnar vikur staðfest að grípa verður til aðgerða fljótt svo ekki verði skaðinn meiri. Við hljótum því að þurfa að skoða alla möguleika á að fá fjármagn í þessar framkvæmdir.

Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar Garðs

Ég vil frekar vegatolla en fleiri krossa við veginn!

Hugsum út fyrir rammann til að leysa þessi mál hratt og vel:

Ef vegatollur væri t.d. í því formi að sjálfvirkt kerfi læsi bílnúmeraplötur á fjölförnustu þjóðvegum og við gætum keypt okkur árspassa á 5.500 kr., og laus við hlið eða háa reikninga, þá tel ég þetta vera besta mál. Þeir sem ekki vildu kaupa passa fengju þá rukkun sem gæti t.d. aldrei farið yfir 30 þúsund kr. á ári. Það þýddi að allir ferðamennirnir á bílaleigubílunum greiddu í vegatolla – en hefðu sama val og við íbúar að kaupa árspasann eða greiða meira fyrir akstur sinn en þó að hámarki 30 þús. kr.

Sjálfvirkt kerfi sem les bílnúmer eða merki í bílnum er þegar til og væri að auki mikið öryggisatriði bæði til að nema slys, hvað þá bíla sem þyrfti að rekja ferðir.

Árni Sigfússon bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ

Ekki rétt að setja á vegatolla

Hingað til hefur verið samkomulag um að viðhald og framkvæmdir í samgöngumálum eigi að fjármagnast úr okkar sameiginlegu sjóðum. Að svo stöddu tel ég ekki rétt að setja á vegatolla enda eru þeir ekkert annað en landsbyggðarskattur sem verst kemur niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Við erum með vannýtta tekjustofna í skattkerfinu sem gætu komið á móts við fjármögnun í heilbrigðis- og samgöngumálum meðal annars, og tel ég að réttara væri að byrja á að líta til þeirra.

Marta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi í Grindavík

Birtist fyrst í Reykjanes. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“