fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

,,Nær að leita leiða til að erlendir ferðamenn greiddu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. mars 2017 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson samgöngumálaráðherra hefur viðrað þá hugmynd að taka upp vegtolla á helstu vegum á suðvesturlandi til að flýta mjög svo nauðsynlegum vegaúrbótum. Reykjanes fór á stúfana og spurði nokkra stjórnmálamenn á skaganum um aðstöðu þeirra til þessara hugmynda. Ert þú sammála að rétt væri að taka upp vegagjald til að flýta mætti framkvæmdum?

 

Nær að leita leiða til að erlendir ferðamenn greiddu

Með mikilli fjölgun erlendra ferðamanna hefur álagið á íslenska vegi aukist gífurlega. Fjölförnustu vegirnir eins og Reykjanesbrautin hafa látið á sjá, þannig að þörf er á meira viðhaldi en áður. Þá er ljóst að með þessari auknu umferð um Reykjanesbrautina, verður hættan á alvarlegum slysum sérstaklega þar sem tvöföldunin var ekki kláruð, miklu meiri! Ljóst er að mikla fjármuni þarf til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar og viðhalda gæðum brautarinnar. Hugmyndir hafa komið fram hjá ráðherra samgöngumála um að að innheimta veggjald af öllum þeim sem fara um brautina. Ljóst er að þetta myndi helst bitna á þeim sem þurfa að nota brautina til að geta sótt vinnu. Nær væri að leita leiða til að þess að erlendir ferðamenn greiddu fyrir notkun sína á gatnakerfi okkar til dæmis í gegnum bílaleigur.

Gunnar Þórarinsson bæjarfulltrúi Reykjanesbæ

Ekki í anda jafnaðarstefnunnar

Þessi hugmynd er alls ekki í anda jafnaðarstefnunnar og er ég á móti henni. Það er auðvitað mjög dapurt að vita til þess að stjórnvöld ætli að innheimta vegatolla af íbúum á þéttbýlasta svæði landsins. Á sama tíma og nægt fjármagn er til. Fyrirtæki eru að borga sér milljarða í arð og það er alveg furðulegt og að við getum ekki borið gæfu til að skattleggja þessa peninga til að létta undir með grunnþjónustunni, því í raun og réttu eigum við þessa fjármuni og eigum alls ekki að þurfa að greiða þessa vegatolla.

Jónína Hólm bæjarfulltrúi Garði

Mótmæli harðlega fyrirhuguðum aðgerðum

Ég mótmæli harðlega fyrirhuguðum aðgerðum samgönguráðherra að leggja á vegatolla á Reykjanesbraut og aðrar stoðbrautir. Margir íbúar á suðurnesjum sækir vinnu bæði á höfuðborgarsvæðið sem og til annara sveitarfélaga á Suðurnesjum. það yrði mikil mismunun að íbúar á Suðurnesjum muni þurfa að borga vegatolla við það að fara í vinnu en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins sem vinna á höfuðborgarsvæðinu. Það að rukka fólk um tolla sem sækir sína vinnu til að borga skatt til samfélagsins er ekki líðandi og gengur gegn jafnræði íbúa. Rétt er að benda samgönguráðherra á að Reykjanesbraut er fjölfarnasti vegur utan þéttbýlis og jafnframt hafa íbúar ekki annan raunhæfan valkost til að komast inná höfuðborgarsvæðið og væru því nauðbeygðir til að greiða boðaðann vegtoll.

Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar

Bílaeigendur greiða óhemju háa skatta

Suðurnesjamenn hafa slæman bifur á vegtollum og við lagst alfarið gegn þeim m.a. þegar við komum tvöfölun Reykjanesbrautarinnar inn á vegaáætlun 1997. Þetta hefur ekkert breyst. Það má heldur ekki gleyma því að bíleigendur greiða óhemju háa skatta af bílum sínum nú þegar í formi tolla, álagningar á bensíni, olíur og varahluti. Reynsla er einnig sú að þegar svona gjald er einu sinni lagt á verður það ekki fellt niður aftur. Þetta yrði því einfaldlega nýr skattur. Ég er því ósammála Jóni Gunnarssyni í þessu máli. Það er ekki í anda Sjálfstæðisflokksins að leggja á nýja skatta.

Kristján Pálsson fyrrverandi þingmaður

Birtist fyrst í Reykjanes. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“