fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Inga segir hjólahýsafólkið í Laugardal flóttamenn í eigin landi: Fátækir eiga að fá peninga hælisleitenda

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 1. mars 2017 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins stingur upp á að það fjármagn sem fari í að aðstoða hælisleitendur á meðan uppsóknir þeirra eru teknar fyrir verði frekar nýtt til að hjálpa fátækum Íslendingum.

Inga Sæland skrifaði pistil þann 24. febrúar síðastliðinn á Facebook-síðu Flokk fólksins. Inga eyddi færslunni í gær eftir að Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans deildi pistlinum á Facebook-síðu Sósíalistaflokk Íslands. Sagði Gunnar Smári að Flokkur fólksins væri í grunninn þjónn auðmagnsins og sundraði hinum verst settu.

Inga Sæland vakti mikla athygli í síðustu kosningum og fékk 6,707 atkvæði. Náði flokkurinn ekki á þing en Inga og félagar eiga rétt á 10 milljóna króna framlagi á ári næstu fjögur árin frá ríkissjóði. Inga kveðst vera baráttukona og réttlætissinni sem vill leggja sitt að mörkum til að útrýma mismunun, fátækt og spillingu.

Þann 22. febrúar greindi Vísir frá því að hópur fólks neyddist til að búa í húsbílum og hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sagði að margir þyrfti meðal annars að fara út á nóttunni til að fara á klósettið. Í fyrsta sinn er tjaldsvæðið opið yfir veturinn en fátækt fólk dvelur þar í allt að fjóra til fimm mánuði yfir vetrartímann. Inga Sæland fjallaði um stöðu fólksins þann 24. febrúar og bar það saman við stöðu hælisleitenda í pistli á Facebook-síðu flokksins sem hún fer fyrir. Inga sagði:

Í þessu ofsaveðri búa einhverjir meðbræður okkar í hjólhýsum í Laugardalnum og enn aðrir eru algjörlega án nokkurs skjóls. Þetta eru þeir sem eru efnahagslegir flóttamenn í eigin landi, fátækastir í orðsins fyllstu merkingu og eiga virkilega bágt.

Í þessum bílum búa fátækt fólk / skjáskot af myndskeiði Stöðvar 2

Varpaði Inga fram þeirri spurningu hvort það væri ásættanlegt að staðan væri svona á meðan hælisleitendur flykktust sem aldrei fyrr til landsins.

„Hælisleitendur sem fordæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hælisleytendur sem hafa frían leigubíl, ( vilja frekar taka leigubíl en nota strætó ) Bónuskort, debetkort ( með inneign frá ísl. ríkinu ) fría læknisþjónustu, húsnæði, tannlækni, sálfræðing, og fl. og fl.“

Varpaði Inga fram þeirri spurningu hvort ekki mætti nýta það fjármagn sem færi í að „halda uppi þessu fólki“ í mislangan tíma áður en því væri vísað burt.

Í það að huga að okkar eigin bræðrum sem búa hér við bág og algjörlega óviðunandi kjör? Flokkur Fólksins vill útrýma fátækt á Íslandi. Fátækt sem er okkur til háborinnar og ævarandi skammar.

Hættulegur flokkur

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári ritstjóri Fréttatímans deildi skrifum Ingu og uppnefnir Flokk fólksins sundrungar flokk. Segir Gunnar Smári að velferðarkerfið á Íslandi sé ekki að grotna niður vegna ágangs þeirra sem lifa við kröpp kjör, heldur svikum stjórnvalda.

„Í stað þess að gera kröfur um að fyrirtæki og fjármagn greiði um 100 milljörðum króna meira til samneyslunnar, að skattheimta og innheimta fyrir afnot af auðlindum sé hér í takt við það sem gerist í velferðarlöndunum í kringum okkur,vill Flokkur fólksins siga öryrkjum og öldruðum, sem fjármagn og fyrirtæki hafa rænt grunnframfærslu sinni, á þá örfáu hælisleitendur sem hingað leita eftir aðstoð. Það er enginn sómi af slíku,“ segir Gunnar Smári og heldur fram að engin dæmi í sögunni séu að finna að samfélag hafi skaðast af því að hjálpa hinum verst settu og valdamestu.

Hlustum ekki á svona Trumpisma til sundrungar hinum verst settu svo hinir best settu getu enn skotist undan ábyrgð í samfélaginu.

Stefnir í ógöngur

„Gríðarlegur húsnæðisskortur er hér á Höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld hafa verið að taka á leigu hótel m.a. fyrir þetta fólk á meðan það bíður eftir að vera sent heim aftur […] Stjórnvöld bæði hér og í þeirra eigin löndum eru að reyna að stemma stigu við þessu því það stefnir hér í algjörar ógöngur,“ segir Inga Sæland enn fremur.

Hún tekur fram í kommentum undir pistli sínum að hún eigi ekki við flóttamenn, heldur hælisleitendur. Segir hún ekki rétt að taka hælisleitendur fram yfir „eigin þegna.“ Segir hún löndin sem hælisleitendur koma frá oft ekki flokkast undir stríðsþjáð lönd og nefnir Albaníu í því samhengi. Þeir viti að þeir fái ekki hæli en komi samt.

Þessir einstaklingar sem eru að stærstum hluta ungir einhleypir menn eru að koma hingað vitandi það að þeir verða sendir til baka, vitandi það þó um leið að hér geta þeir haft það huggulegt og lifað á gestrisni Íslendinga á meðan varir. Við tökum utan um flóttamennina okkar af heilum hug og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að þeir geti blómstrað hér í nýju heimkynnunum en hitt er hins vegar gengið langt yfir strikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“