fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Herdís Þorgeirsdóttir fundaði með stjórnvöldum í Tyrklandi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. mars 2017 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herdís á fundi í Ankara. Skjáskot af CNN TURK.

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir , fyrrum frambjóðandi til embættis forseta Íslands og varaforseti Feneyjarnefndarinnar hitti fulltrúa stjórnvalda í Ankara á fundum fyrir nokkrum dögum. Ástæða fundarins var ástandið í Tyrklandi. Stjórnvöld þar í landi undir forystu Recep Tayyip Erdoğan forseta hafa undanfarin misseri hert tökin mjög og fangelsað blaðamenn, lokað fjölmiðlum og fleira í kjölfar tilraunar til valdaráns sem fór fram síðasta sumar.

Feneyjarnefndin er ráðgefandi stofnun og tilheyrir Evrópuráðinu. Nefndina skipa sérfræðingar í stjórnskipunarrétti og var hún sett á fót árið 1990 eftir fall Berlínarmúrsins, þegar þörfin á sérfræðiþekkingu í slíkum málum var mikil í Mið og Austur-Evrópu.

Herdís fór fyrir sendinefnd sem hitti Mustafa Elitaş, fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands og núverandi þingmanns AKP flokks Erdoğan forseta og Ozgur Özel meðlim stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, CHP. Auk þess hitti nefndin fulltrúa HDP flokksins sem berst gegn mismunun minnihlutahópa í landinu.

Samkvæmt heimildum CNN TURK sögðu fulltrúar CHP flokksins sendinefndinni að fjölmiðlar, félagasamtök og aðrir sem tengjast regnhlífarsamtökum Kúrda í landinu sæti ofsóknum af hálfu yfirvalda í Ankara.

Fundirnir fóru allir fram fyrir luktum dyrum en nefndin mun að sögn Herdísar gefa út drög að áliti sínu innan skamms.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“