fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Fjármálaráðherra: Gætu orðið hamfarir ef almenningur fær of miklar launahækkanir – „Þessir aðilar ættu að skammast sín“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 1. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Skjáskot úr Kastljósinu.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra fagnar því að verkalýðsfélögin  ætli ekki að rjúfa kjarasamninga þó svo að þau hafi ályktað að ein af forsendum kjarasamninga sé brostin. ASÍ og Samtök Atvinnulífsins tóku ákvörðun um að ekkert verði hreyft við þeim í ár.

Fjármálaráðherra fagnar því að SALEK samkomulaginu hafi verið bjargað fyrir horn. Alþýðusambandið hafði frest þar til í gær til að segja upp 70 prósent samninga fólks á almennum markaði. Forsendubresturinn er fólgin í því að kjarasamningur sveitarfélaga við grunnskólakennara frá því í fyrra og við tónlistarkennara í janúar á þessu ári rúmast ekki innan SALEK samkomulagsins. Þá eru ríflegar og umdeildar launahækkanir til þingmanna einnig nefndar til sögunnar. En viðbrögðum er frestað. Ekkert verður gert í ár. Þessu fagnar Benedikt en fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði ítarlega um málið.

„Við erum búin að vera í samtali við aðila vinnumarkaðarins og munum halda því áfram,“ segir Benedikt sem hefur átt ánægjulega fundi undanfarið með verkalýðshreyfingunni og er að sögn Benedikts góður samhljómur á milli Ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar.

Þegar Heimir Már fréttamaður sagði að fram undan væru flóknir kjarasamningar fram undan við lækna og kennara sagði Benedikt að mikil ábyrgð væri á bæði stjórnvöldum og ákveðnum stéttarfélögum og atvinnurekendum að ná saman.

Þarna getum við náð saman nýrri þjóðarsátt. Það er einstakt tækifæri til þess núna. Það er góðæri má segja. Ytri aðstæður eru að mörgu leyti mjög góðar þó að séu ákveðnar ógnir. Til dæmis er gengið ótrúlega sterkt.

Þá var Benedikt spurður hvort friður myndi haldast á vinnumarkaði eftir febrúar á næsta ári.

Við verðum að taka samtalið en þetta er ábyrgð sem að við berum öll saman og við getum nýtt okkar þetta besta góðæri eða við getum haft nýjar hamfarir af mannavöldum. Það viljum við ekki.

Vilhjálmur ósáttur

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.

Ekki eru allir sáttir við þennan málflutning fjármálaráðherra. Vilhjálmur Birgisson tjáði sig á Facebook-síðu sinni um viðtalið. Sagði hann málflutning Benedikts ótrúlegan og hann væri þá að taka þátt í því að reyna telja launafólki trú um að launahækkanir almennings væru af hinu illa.

Hvaða hamfarir var fjármálaráðherra að tala um? Var hann virkilega að meina að bankahrunið 2008 hafi verið íslensku launafólki um að kenna?

sagði Vilhjálmur en sjá má alla færslu hans hér:

„Það liggur fyrir að bæði fyrir hrun og eftir hrun að verðbólgan var og er knúin áfram vegna hækkunar á húsnæðis og leiguverði. Launahækkanir hafa ekkert með verðbólguna að gera bæði fyrir hrun og eftir hrun enda staðfesta öll opinber gögn það.

Nei, þessir aðilar ættu að skammast sín fyrir að ætla að reyna að kenna launabreytingum almennings um þær efnahagslegu hamfarir sem fjármálakerfið með lífeyrissjóðina í broddi fylkingar báru ábyrgð á árið 2008!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“