fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Segir útlendinga hafa mun meiri áhuga á eftirmálum hrunsins en hruninu sjálfu – Ný bók um eftirleik hrunsins gefin út

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málþing verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands milli fjögur og sex á morgun vegna útgáfu bókarinnar The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area and its Recovery from Total Banking Collapse eftir þá Ásgeir Jónsson hagfræðing og Hersir Sigurgeirsson stærðfræðing. Bókin er að sögn Ásgeirs eins konar framhald bókar hans frá 2009, Why Iceland?: How One of the World’s Smallest Countries Became the Meltdown’s Biggest Casualty.

Bókin hefst þá afdrifaríku helgi árið 2008 sem allt var farið að stefna í óefni í hagkerfinu hér á landi og segir frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda í hruninu og einkum í kjölfar þess, hvernig bönkunum var skipt upp, fjármagnshöftin og deilur yfirvalda við kröfuhafa í slitabúum föllnu bankanna.

 

 

Fókus þessarar bókar er endurreisnin

segir Ásgeir.

Fyrstu tveir kaflarnir segja frá hruninu sjálfu og þeirri krísustjórnun sem fór í gang í þessum mesta umbrotatíma íslensks efnahagslífs og síðan er farið í gegnum aðgerðir yfirvalda sem fylgdu í kjölfarið.

Why Iceland? Var skrifuð í miðju hruninu og er að sögn Ásgeirs eitt af grundvallarritum fyrir erlenda fræðimenn sem rannsaka hrunið og hún hafi ,,staðist nokkuð vel tímans tönn“. Hrunið er er þó mun hugstæðara Íslendingum en útlendingum að sögn Ásgeirs. Í samtali við Eyjuna sagði hann að það sem gerst hefði hér á landi í kjölfar hrunsins væri mun merkilegri atburðarrás í augum útlendinga en hrunið sjálft.

Þeir Ásgeir og Hersir hafa lengi unnið að bókinni en hún er gefin út af hinum virta útgefanda Palgrave McMillian og er hún hluti af bókaseríu Studies in Banking and Financial Instutions.

 

Á málþinginu sem haldið er á morgun í tilefni útgáfu bókarinnar halda höfundarnir tveir erindi og síðan verða pallborðsumræður. Þar taka þátt Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Eignarstýringar Kviku, Jónas Fr. Jónsson, héraðsdómslögmaður og fyrrum forstjóri FME og Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður og lagalegur ráðgjafi stjórnvalda í viðbrögðum við falli bankanna og ýmsum eftirmálum þess. Það má því búast við fjörugum umræðum undir styrkri stjórn Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“