fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Heilbrigðisráðherra Noregs hefur áhyggjur af íslenska áfengisfrumvarpinu

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs. Samsett mynd.

Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs telur að hugmyndir Íslendinga og Finna um aukið frelsi í áfengissölu geti sett þrýsting á að enda áfengissölueinokun í Noregi og Svíþjóð, hyggst hann taka málið upp á ráðherrafundi Norðurlandanna í maí. Greint er frá málinu í Vårt Land.

Mikið hefur verið rætt undanfarið um áfengisfrumvarpið hér á landi, hafa mörg samtök lýst sig andvíg frumvarpinu sem myndi heimila sölu áfengis í matvöruverslunum líkt og tíðkast víðs vegar í heiminum fyrir utan Noreg, Svíþjóð og Finnland sem hafa sérstakar vínbúðir líkt og við. Í Finnlandi er rætt um að hækka leyfilegt áfengismagn í drykkjum á hillum verslana upp í 5,5% sem og að leyfa krám og veitingastöðum að selja áfengi til að taka með sér. Hefur Bent Høie áhyggjur af að þetta setji þrýsting á norræna kerfið í áfengissölu:

Það eru auðvitað þessi lönd sem ákveða hvað þau gera. Það er samt þannig að Norðurlöndin, fyrir utan Danmörku, hafa staðið saman að þessu áfengissölukerfi. Breytingarnar í Finnlandi draga úr einokun ríksins og þá verða það bara Noregur og Svíþjóð þar sem áfengisverslunarkerfið verður tryggt,

segir Høie. Norðmenn líkt og Íslendingar fengu að halda einokuninni á smásölu áfengis þegar löndin gengu inn í EES, að sama skapi fengu Svíar að halda Systembolaget þegar þeir gengu inn í ESB. Segir Høie það verða erfiðara fyrir Noreg og Svíþjóð að réttlæta sín kerfi gagnvart ESB ef það byrjar að hrynja innan frá, það sé einnig þversögn að þegar Evrópa sé að herða aðgang að áfengi þá séu Norðurlöndin að auðvelda aðgengið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“