fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Hatursorðræða vandamál á Íslandi – Skoðanir gegn mosku „fordómafullar og skaðlegar“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nefnd Evrópuráðsins segir orðræðu sem beri vitni um kynþáttafordóma, ekki síst gegn múslimum, hafa aukist á undanförnum árum. Mynd/EPA

Orðræða sem ber vitni um kynþáttafordóma, ekki síst gegn múslimum, hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Yfirvöld hér á landi eiga að beita sér gegn hatursorðræðu á netinu sem er orðið vandamál hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi sem birt var í morgun og greint er frá á vef RÚV.

Um er að ræða skýrslu sem er gerð meðal 47 aðildarríkja Evrópuráðsins, unnið er í tíu löndum árlega og er því gerð svona skýrsla hér á landi á rúmlega fimm ára fresti. Þegar niðurstöður nefndarinnar eru bornar saman við niðurstöðurnar hér á landi árið 2011 kemur í ljós að talsverðar framfarir hafa átt sér stað á ýmsum sviðum, er sérstaklega nefnt að ráðið hefur verið í sérstakt stöðugildi hjá lögreglunni sem rannsakar hatursglæpi og að settur hefur verið upp gagnagrunnur til að fylgjast með hatursorðræðu á netinu.

Skoðanir stjórnmálamanna gegn mosku sérstaklega nefndar

Sogamýri. Skoðanir stjórnmálamanna í kjölfar úthlutunar lóðarinnar til byggingu mosku eru sagðar „fordómafullar og skaðlegar“.

Þó svo að ekkert bendi til þess að framin hafi verið ofbeldisverk hér á landi sem séu tilkomin vegna fordóma, og að hér á landi ríki að mestu jákvæð viðhorf í garð hinsegin fólks, þá er lagt er til að ákvæði verði tekið upp í hegningarlögum möguleiki á að auka refsiþyngd ef fordómar liggja að baki broti.

Varðandi orðræðu sem bera vitni um kynþáttafordóma er sérstaklega nefndar skoðanir íslenskra stjórnmálamanna í kjölfar ákvörðunar borgarstjórnar Reykjavíkur að úthluta lóð til byggingar mosku í Sogamýri, eru skoðanirnar sagðar fordómafullar og skaðlegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“