fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Sama greiðslufyrirkomulag þarf að gilda á Landspítalanum og á Klíníkinni

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. febrúar 2017 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/dv.is

„Forstjóri LSH hefur lýst því yfir opinberlega að gangi SÍ til samninga við Klíníkina verði það veruleg ógn við LSH. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld heimilað SÍ að greiða fyrir aðgerðir þeirra sjúklinga erlendis sem lengst hafa verið á biðlistum hér heima. En í allri þessari umfjöllun um hagræðingu og kostnað vill þó oft gleymast, það sem vegur þyngst í mínum huga. Það er skortur á eðlilegri samkeppni sem er trúlega hættulegasti vágesturinn í öllum lækningum.“

Þetta segir Benedikt Ó. Sveinsson læknir í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Stiklar hann á stóru yfir stöðu Landspítalans frá því hann var sameinaður Borgarspítalnum í LSH með tilheyrandi samdrætti í annara spítala þar með talið St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Með sameiningunni átti að á fram mikilli hagræðingu í rekstri Landspítalans og bæta þjónustu og aðgengi allra landsmanna til muna:

En stjórnmálafólk sveik gefin loforð. Lítið sem ekkert aukafjármagn fylgdi sameiningarferlinu. Frá fyrsta degi hafa forráðamenn LSH verið með sífelldan barlóm í fjölmiðlum vegna fjárskorts. Ekkert bólar á nýjum spítala og enn er þrasað um staðarval. Það hefur verið óhóflegt álag á starfsfólki LSH um árabil. Hlutar þjónustunnar hafa dregist saman og biðlistar lengst með mikilli þjáningu fyrir þá veiku,

segir Benedikt. Þrátt fyrir áköll sé LSH enn skömmtuð eingreiðsla við hver fjárlög til að eiga fyrir útgjöldum, skipti þá engu hvort erlendir ferðamenn bætist í hóp sjúklinga eða læknisfræðin bæti við sig dýrum nýjungum. Á sama tíma og þetta sé staðan á LSH þá hafa Sjúkratryggingar Íslands gert samninga við einkareknar sjúkrastöðvar sem hafa bætt úr brýnustu þörfinni:

„Má þar nefna hagkvæm og þjónustumiðuð fyrirtæki með aðsetur í Domus Medica, Orkuhúsinu, Læknasetrinu í Mjódd og Læknastöðinni Glæsibæ, að ótalinni allri þeirri frábæru þjónustu sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar í öllum sérgreinum hafa sinnt af metnaði og trúmennsku. Án allrar þessarar einkareknu þjónustu væri heilbrigðiskerfið okkar rústir einar.“

Einkarekstur fær greitt fyrir vinnueiningu – LSH fær eingreiðslu

Benedikt segir að fólk þurfi að átta sig á því að munurinn á einkarekstrinum og starfsemi LSH sé sá að SÍ greiðir einkarekstrinum fyrir hverja mælda vinnueiningu meðan LSH verður að búa við fasta eingreiðslu:

Ekki nóg með það. Í einkarekstrinum, einkum þegar um aðgerðir er að ræða, koma upp ýmis alvarleg vandamál, sem ekki verður ráðið við nema á sérhæfðum spítala á borð við LSH. Þar stendur hnífurinn í kúnni. LSH fær ekkert aukafjármagn með þeim alvarlega veiku sjúklingum sem berast frá einkareknu stöðvunum. Einkareknu stöðvarnar geta hins vegar fleytt rjómann, reiknað sér hagnað og greitt arð, sem nemur háum fjárhæðum. Þarna er á ferðinni alvarlegt misræmi, sem verður að lagfæra LSH í vil með samræmdu kostnaðargreiningakerfi.

Hægt að girða fyrir möguleikann á að græða og greiða út háar arðgreiðslur

Mikið hefur verið rætt um að undanförnu að að baki Klín­íkinni standi fjármálaöfl, sem hafi það eitt að markmiði að græða peninga og leysa til sín arð í ómældu magni, segir Benedikt að það sé hægt að girða fyrir þann möguleika á sama hátt og gert var við nýstofnaðar einkareknar heilsugæslustöðvar með því að banna arðgreiðslur af rekstri sem að stærstum hluta er greiddur af almannafé:

En það sem er enn mikilvægara að tryggja, gangi SÍ til samninga við Klíníkina á þann veg að greitt verði fyrir hvert verk, er að ganga þannig frá hnútum við LSH að sama greiðslufyrirkomulag gildi þar. Setja þarf stóraukið fé í uppbyggingu nýs spítala LSH og gera stefnumörkun um framtíð heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Þá fyrst er komin á eðlileg samkeppni innan heilbrigðiskerfisins þar sem setið er við sama borð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“