fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Mótmælir harðlega fréttaflutningi Kastljóss RÚV um skolpmál í Mývatnssveit

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 25. febrúar 2017 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Seljan fréttamaður við Mývatn í Kasljósþættinum sl. þriðjudagskvöld. Skjáskot af vef RÚV.

Helgi Héðinsson sveitarstjórnarmaður í Skútustaðahreppi sakar Kastljós RÚV um arfaslakan og rangan fréttaflutning af skolpmálum við Mývatn. Ríkisútvarpið fjallaði í vikunni um frárennslismál við vatnið. Þar var meðal annars fullyrt að hóteleigendur sem græði á staðsetningu sinni við Mývatn fái óhikað að græða á kostnað náttúru vatnsins án afskipta þeirra stofnana sem eiga að gæta náttúru svæðisins.

Kastljós fjallaði um málefni Mývatns á þriðjudagskvöld. Helgi Seljan fréttamaður greindi þar meðal annars frá slöku eftirliti. Veittar hefðu verið ítrekaðar undanþágur til hótelrekenda í sveitarfélaginu frá þeim reglum sem gilda um fráveituhreinsun. Þetta hafi gerst samtímis því að lífríki sé ógnað af sömu ástæðum. Vistkerfið við Mývant sé undir miklu álagi og ástandið fari versnandi.

Helgi Héðinsson gerir fréttaflutning RÚV að umföllunarefni:

Í ljósi fréttaflutnings síðustu daga af málefnum Mývatns get ég ekki lengur orða bundist. Allt frá því Veiðifélag Laxár og Krákár sendi frá sér ályktun þann 30.04.2016 hefur fréttaflutningur úr Mývatnssveit verið með hreinum ólíkindum. Af honum má skilja að hér renni skólp ómeðhöndlað úti náttúruperluna Mývatn og sé með því eitt og sér ábyrgt fyrir því að lífríkið er í vanda og að slíkt hafi viðgengist árum saman og geri enn. Með öðrum orðum að Mývetningar séu krónískir drullusokkar sem ekki sé við bjargandi.

Í stuttu máli sagt er þetta fullkomið rugl en hér mun ég reyna að útskýra á mannamáli forsögu málsins, ástandið eins og það er í raun og hvernig ónákvæmur og arfaslakur fréttaflutningur hefur haft áhrif á gang mála,

skrifar Helgi meðal annars í pistli sem birtist á Facebook og hefur nú verið birtur í heild á fréttaveitunni 641.is undir fyrirsögninni „Nóg komið!“. Þar rekur Helgi forsögu málsins og skrifar síðan:

Nú kann einhverjum að þykja ansi rausnarlegt af fjölmiðlum og sérstaklega ríkisfjölmiðlinum að tileinka jafn miklu af athygli Mývatni og raun ber vitni. Í sjálfu sér er ekkert út á það að setja, en sú umfjöllun sem fram hefur farið síðasta árið er sorglega ónákvæm, farsakennd og einkennist af þorsta fjölmiðlanna til að koma skít á einhvern, bara einhvern!!

Lokaorð Helga eru þessi og þar er orðunum meðal annars beint að nafna hans Helga Selja fréttamanni RUV og Guðmundi Inga Guðbrandssyni framkvæmdastjóra Landverndar:

Allt frá því veiðifélag Laxár og Krákár birti sína ályktun hafa aðrir lagst með þeim á árarnar til að vekja athygli á málinu og þrýsta á úrlausn þess. Sem dæmi má nefna ályktanir Veiðifélags Mývatn og Laxár en að auki hefur þetta verið það mál sem fulltrúr Skútustaðahrepps hafa barist hvað mest fyrir.

Í kjölfarið gripu fjölmiðlar svo málið á lofti og gerðu sér mat úr því að hér væri allt í skít og menn með allt niðrum sig og væru meðvitað að eyðileggja Mývatn á mettíma. Öll umfjöllun hefur verið með þessum hætti en náði nýjum hæðum síðustu daga þar sem starfsmaður Ríkisútvarpsins, fer mikinn um málefnið en gætir í engu að því að kanna málið sem hann fjallar um til hlýtar. Viðtöl eru klippt úr samhengi, viðmælendur og hann sjálfur fara með rangt mál m.a. hvað varðar undanþágur sem engar hafa verið veittar og snúið útúr niðurstöðum skýrslunnar sem vitnað er til hér að ofan. Þeir sem ekki hafa farið í að kynna sér málið til hlítar gleypa auðvitað við þessu umhugsunarlaust, enda treystir þorri íslendinga einhverra hluta vegna enn RÚV og í kjölfarið dynur á hrina ummæla sem níðir ímynd Mývatns og Mývetninga og undir því get ég ekki setið þegjandi og hljóðalaust. Undir ruglinu kyndir svo framkvæmdastjóri Landverndar sem virðist hafa gert að sérstöku áhugamáli sínu að fara rangt með og þvæla málefni Mývetninga. Vissulega setur þetta þrýsting á úrlausn þessara mála, en þegar umfjöllunin er jafn óvönduð, ónákvæm og ömurleg og raun ber vitni helgar tilgangurinn ekki lengur meðalið!

Pistill Helga Héðinssonar í heild sinni á 641.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin