fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Eyjan

Gagnrýndu sjávarútvegsráðherra fyrir slæleg vinnubrögð í sjómannaverkfalli

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. febrúar 2017 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Lilja Alfreðsdóttir í myndveri hjá Birni Inga í Eyjunni.

Þingmennirnir Brynjar Níelsson (Sjálfstæðisflokki) og Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokki) voru gestir hjá Birni Inga Hrafssyni í sjónvarpsþættinum Eyjan á ÍNN í gærkvöldi. Þar kom sjómannaverkfallið strax til umræðu.

Björn Ingi benti á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefði hafnað því alfarið að vera með beina íhlutun í deiluna en hefði í fyrradag kynnt minnisblað um að skoða mætti almennar aðgerðir sem væri hægt að finna einhverja niðurstöðu um fyrir lok apríl nk.

Er það nóg til þess að leysa málið af þínu viti? Mér heyrist það ekki á þeim sem ég hef talað við.

sagði Björn Ingi og beindi orðum sínum til stjórnarþingmannsins Brynjars Níelssonar:

Nei, eftir verkfall í rúma tvo mánuði, og ætla að fara skoða málið í aðra tvo, eða tvo og hálfan. Sko, við verðum auðvitað bara að vera undirbúin og vera búin að skoða þessi mál nákvæmlega.

Björn Ingi spurði Brynjar hvort ríkisstjórnin væri ekki búin að þessu?

Það virðist ekki vera miðað við þetta. Ef þú ætlar að fara að skoða eitthvað núna, almennar aðgerðir, þá ertu auðvitað kannski ekki búinn að skoða allt sem skyldi. Hér eru gífurlegir hagsmunir undir. Það er að fara loðnuvertíð núna í gang og við ætlum að fara að skoða eitthvað. Ég er ekki alveg sáttur við það, þannig að við verðum auðvitað bara að sýna ábyrgð. Þetta eru auðvitað miklir almannahagsmunir undir, þetta snýst ekki bara um sjómenn og útgerðarmenn og ég er ekki tilbúinn að láta verkfallið dangla einhvern tíma í viðbót meðan ég er að skoða eitthvað

Brynjar var þá spurður hvort hann væri ósáttur við útspil sjávarútvegsráðherra. Hvort það hefði átt að leggja minni áherslu á að segja svo lengi að ekkert ætti að gera?

Nú veit maður aldrei hvað er best að gera. Auðvitað eiga sjómenn og útgerðarmenn að bera ábyrgð. Það er grundvallaratriði og maður veit aldrei hvað á segja, hvað mikið og hvað á ekki að segja og svo framvegis. En við verðum samt að vera búin að undirbúa okkur. Við þurfum að vita allt hvaða afleiðingar þetta er að hafa. Hvað við getum gert og vera þá tilbúin með það. Vera búin að merkja þetta niður, hvaða möguleikar eru til um hvað ríkisvaldið geti gert. Við erum ekki að fara að skoða það núna. Þetta á að vera allt búið í mínum huga.

Björn Ingi sagði þá að við Brynjar að hann væri að segja að ráðherrann hafi komið illa nestaður á fund sjómanna.

Þú ert ekki að segja neitt annað?

Brynjar Níelsson svaraði því til að hann vissi ekki hvernig fundir hefðu verið en svona virkaði þetta í hans augum.

Lilja Alfreðsdóttir greip þá orðið:

Það sem ég hef verið að kalla eftir, ég kom með fyrirspurn 31. janúar, þar sem ég spyr hana hreinlega út í það, – er búið að meta þjóðhagslegu áhrifin? Og ráðherrann kemur og svarar: „Nei, það er ekki búið að gera það,“ og fer í kjölfarið að meta þessi þjóðhagslegu áhrif.  Auðvitað fagnar maður því, en það kom mér líka á óvart að hún útilokaði alla aðkomu. Ég var ekki að tala um sértækar aðgerðir, eða lög eða neitt slíkt, heldur bara hvað er búið að gera … líka ýta svolítið við ríkisstjórninni því mér fannst auðvitað svolítið undarlegt því þetta er eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Það eru fullt af sjávarbyggðum sem eru í verulegum vandræðum út af málinu Ráðherrann er nú búin að láta meta þetta, það kemur í ljós að kostnaðurinn er gríðarlegur.

Lilja sagðist hafa búist við því að sjávarútvegsráðherra legði á borð fyrir Alþingi hvaða kostir væru í stöðunni fyrir þingmenn um að hvernig ríkisvaldið gæti komið að lausn deilunnar.

Ég var algerlega sannfærð um að hún myndi gera það.

Hér má sjá þann hluta Eyjunnar þar sem Brynjar og Lilja voru gestir:

https://vimeo.com/204425640

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs

Svarthöfði skrifar: Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“