fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Stjórnvöld líta mál Meisams alvarlegum augum – Ráðherra skaut föstum skotum á Bandaríkjaforseta

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Donald Trump Bandaríkjaforseti og Meisam Rafiei landsliðsmaður Íslands í tækwondo. Samsett mynd/EPA

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrasegir íslensk stjórnvöld líta mál Meisams Rafiei mjög alvarlegum augum og að íslensk stjórnvöld munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða Íslendinga í sömu stöðu og Meisam. Líkt og greint var frá í gærkvöldi var Meisam Rafiei landsliðsmanni Íslands í tækwondo meinað að ferðast til Bandaríkjanna á íslensku vegabréfi þar sem Meisam er fæddur í Íran. Tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta meinar öllum sem eru fæddir Íran, Sýr­landi, Írak, Jemen, Lýb­íu, Sómal­íu og Súd­an að ferðast til Bandaríkjanna tímabundið.

Guðlaugur Þór segir í samtali við RÚV að íslensk stjórnvöld muni lýsa yfir óánægju sinni með ákvörðun bandarískra stjórnvalda að meina Meisam að ferðast til Bandaríkjanna:

Þegar við greindum málið þá sáum við að þetta væri einn af þeim þáttum sem gæti komið upp.  Ég vakti athygli á því þá og ég var að vonast að til þessa þyrfti ekki að koma – að þetta yrði afleiðing tilskipunarinnar en því miður varð það niðurstaðan,

sagði Guðlaugur Þór. Hann mun á næstu dögum ræða við nor­ræna starfs­bræður um hvort til­skip­un Banda­ríkja­for­seta verði mót­mælt sam­eig­in­lega á nor­ræn­um vett­vangi.

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra.

Íslendingar sýna andúð á lokun landamæra í verki

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra skaut föstum skotum á Bandaríkjaforseta þegar hann ásamt forseta Íslands og borgarstjóra, tók á móti fimm fjölskyldum frá Sýrlandi á Bessastöðum í gær, en á meðan tilskipun Trump er í gildi fengi fólkið ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Sagði Þorsteinn Íslendinga sýna þeim andúð sem lokuðu landamærum sínum fyrir þeim sem síst skyldi, Íslendingar tækju á móti flóttamönnum með gleði og opnum faðmi því það sé skylda í samfélagi þjóðanna að aðstoða fólk í neyð og bjóða því mannsæmandi líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti