fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Keppandi Íslands fékk ekki að fljúga með WOW-Air til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Trump

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 30. janúar 2017 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meisam Rafiei keppandi Íslands í Tækwondo. Skjáskot af Fésbók.

Mei­sam Rafiei, sem er bæði með íslenskt og íranskt ríkisfang, fékk ekki að fljúga með WOW-Air til Bandaríkjanna í dag vegna þess að hann er fæddur í Íran en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur bannað fólki frá Íran að ferðast til landsins. Mei­sam greindi frá þessu í dag á Fésbókarsíðu sinni en hann var á leiðinni að keppa í US Open-mót­inu í tækwondo fyr­ir Ísland.

Ég var á leiðinni á US Open til að keppa fyrir Íslands hönd með íslenskt vegabréf en var hafnað því ég er fæddur í Íran

sagði Mei­sam á Fésbókarsíðu sinni. Mei­sam var kominn út í vélina þegar hann honum var gert að fara frá borði af kröfu bandarískra stjórnvalda. Líkt og Eyjan hefur greint frá þá hefur Trump tímabundið bannað fólki frá Íran, Sýr­landi, Írak, Jemen, Lýb­íu, Sómal­íu og Súd­an að ferðast til Bandaríkjanna.

Svan­hvít Friðriks­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi WOW Air sagði í samtali við Morgunblaðið að félaginu þætti þetta miður en það hafi ekki verið um annað að ræða en að fara að fyrirmælum stjórnvalda Vestanhafs. Rétt fyrir brottför hafi fyrirtækið fengið bréf þess efnis að óheimilt sé að fljúga með Mei­sam til Bandaríkjanna. Segir Svanhvít að WOW muni hins vegar koma til móts við Mei­sam sem og aðra farþega sem lenda í sömu stöðu, fá þeir flugið endurgreitt eða því breytt þeim að kostnaðarlausu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar