fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Efling heilsugæslunnar og hjúkrunarheimili aldraðra

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. janúar 2017 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Ný ríkisstjórn hefur nú tekið við stjórn landsins. Reykjanes leitaði til þingmanna, sem búsettir eru á Suðurnesjum og bað þá að svara eftirfarandi spurningum.

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks svaraði spurningum blaðsins.

Hvernig líst þér á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar?

Ég er sáttur við stjórnarsáttmálann og finnst hann vera öflugt plagg. Ég hlakka til að vinna að þeim góðu málum sem þar koma fram. Ég held að flestir geti tekið undir mest allt sem þar stendur og vænti því góðs samstarfs við minnihlutann á Alþingi við að koma þessum góðu málum áfram.

Hver verða helstu baráttumálin fyrir Suðurnesin á kjörtímabilinu?

Ég áður sagt að það er að fylgja þeim fjölmörgu tækifærum eftir sem eru hér til atvinnuuppbyggingar til að það megi bæta kaup og kjör íbúa svæðisins. Það er mikilvægt að tryggja hagsmuni Suðurnesja í samræmi við þróun flugvallarsvæðisins. Staðsetningin býður upp á að fjölbreytt atvinnulíf vaxi hér og dafni s.s. hátækniiðnaður, fiskeldi, sjávarútvegur, ferðaþjónusta og svo mætti lengi telja. Til þess að örva þann vöxt þurfa innviðir að vera í lagi sérstaklega þegar kemur að samgöngum og fjarskiptum. Ég hef talað fyrir því að það fjármagn sem Kadeco hefur skilað í ríkissjóð eigi að nýtast við þá innviðauppbyggingu og meira til. Það þarf að klára að tvöfalda Reykjanesbrautina í báða enda, aðskilja akstursstefnur á Grindavíkurveginum viðhalda vegunum á svæðinu og útbúa þá fyrir aukna umferð atvinnulífs, íbúa og ferðamanna og tryggja öryggi á þeim með góðum fjarskiptum og vetrarþjónustu.

Fiskihafnirnar í Sandgerði og Grindavík þurfa viðhald og stórskipahöfnina í Helguvík þarf að klára. Svo er mikilvægt að annar sæstrengur til gagnaflutninga komi hér að landi til að auka umsvif gagnaveranna enn frekar. Þá er mikilvægt að efling heilsugæslunnar og hjúkrunarmál aldraðra haldi áfram, að löggæslan sé elfd í samræmi við aukin umsvif á Kelfavíkurflugvelli og svo er gríðarlega mikilvægt að menntamálin haldi áfram að eflast með okkar öflugu menntastofnunum hér á Suðurnesjum. Þær hafa margar hverjar farið nýjar leiðir í menntamálum sem er mikilvægt og við það þurfum við að styðja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS