fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Bandaríkin búin að loka á suma múslima: Fólki meinuð för á flugvöllum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. janúar 2017 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A TSA security officer and his dog scan departing passengers at Lindbergh Field airport in San Diego, California, U.S. July 1, 2016. REUTERS/Mike Blake
Bandarískir landamæraverðir vinsa nú út borgara frá ákveðnum löndum í Norður Afríku og Miðausturlöndum og meina þeim aðgang að Bandaríkjunum.

Flóttamannatilskipunin sem Donald TrumpBandaríkjaforseti undirritaði í gærkvöldi að íslenskum tíma tók strax gildi í dag. Næstu þrjá mánuði fá ríkisborgarar frá Sýrlandi, Íran, Írak, Lýbíu, Sómalíu, Súdan og Jemen ekki vegabréfaáritanir til Bandaríkjanna.

Landamæraeftirlit Bandaríkjanna framfylgir tilskipuninni.

Los Angeles Times greinir nú frá því að sjö einstaklingum á leið til Bandaríkjanna með landvistarleyfi þar hafi verið meinað að fara um borð í farþegaflugvél sem fór frá Kaíró til New York. Sex þeirra eru fjölskylda frá Írak og ein manneskja frá Jemen.

Svo er að sjá að farið verði af fullri hörku eftir tilskipun forsetans. Daily News skrifar að fólki frá ofangreindum löndum sem sat um borð í flugvélum á leið til Bandaríkjanna þegar forsetinn undirritaði tilskipunina verði snúið til baka. Einu gildi hvort fólkið hafi landvistarleyfi og svokölluð „græn kort“. Ef það er borgarar ofangreindra ríkja í Miðausturlöndum og Norður Afríku, þá eru Bandaríkin þeim lokað land frá og með í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS