„Ég var mjög fúll út í Viðreisn þegar hún myndaði þessa stjórn. Eins og oft hefur verið rætt, virtist stjórnarsáttmálinn fela í sér algjöra uppgjöf flokksins gagnvart gamla Flokkinum. En nú verð ég að viðurkenna að ráðherrar Viðreisnar hafa verið að eiga ágæta spretti upp á síðkastið.“
Þetta segir Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia-háskóla á Fésbók. Jón hefur síðustu misseri verið nokkuð hliðhollur Pírötum og hefur komið þeim opinberlega til varnar. Þar á undan var Jón efnahagsráðgjafi Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra. Jón er nú hrifinn af Viðreisn og segir aldrei að vita að hann kjósi Viðreisn næst:
Ekki oft sem Landbúnaðarráðherra bregður fyrir sér hagsmunum neytenda til að verja stefnu sína. Mjög jákvætt. Og þetta kemur í kjölfar hækkunar á veiðigjaldi og yfirlýsinga um að gistinætur verði setta í efra þrep VSK kerfisins. Ef þetta heldur áfram svona þá er aldrei að vita nema að maður kjósi Viðreisn næst.