fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Afi segir pu pu pu

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. september 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég lærði að lesa á Gagn og gaman. Lýg því ekki. Það var samt áður en ég byrjaði í barnaskóla – ég var sendur í sex ára bekk í Ísaksskóla, kannski ekki síst vegna þess að foreldrar mínir voru þá bæði útivinnandi. En áður en það gerðist hafði ég komist í Gagn og gaman og lesið bókina til enda. Ég man meira að segja eftir þessari stund – þegar ég náði að lesa heila bók í gegn nokkuð fyrirhafnarlaust.

Þetta voru náttúrlega býsna sérkennilegir textar til að lesa þá svona. Gagn og gaman var sett saman til nokunar við lestrarkennslu í anda Ísaks Jónssonar sem var mikill skólamaður – og stofnandi Ísaksskóla. Þetta var svokölluð hljóðlestaraðferð og þótti duga nokkuð vel. Hún getur hins vegar verið nokkuð þreytandi fyrir börn sem koma læs í skóla – eins og þann sem skrifar þessa grein. En margt er þarna ógleymanlegt, eins og X og Z sem eru hjón, Sísí sem sagði s-s-s, Tóti sem hnerraði og Dísa sem týndist og lögreglumaðurinn sem fann hana og símaði heim til mömmu hennar.

 

 

Nú er hin metnaðarfulla bókaútgáfa Sæmundur á Selfossi að endurútgefa Gagn og gaman. Samkvæmt upplýsingum frá Sæmundi voru um 200 þúsund eintök prentuð af bókinni á þeim tíma sem hún var notuð til lestrarkennslu. Fyrst kom hún út 1933 en 1955 var fyrra heftið prentað í lit.

Það hafa verið talsverð viðbrigði. Myndir Tryggva Magnússonar í Gagni og gamni eru afar þokkafullar og litirnir í þeim glaðlegir. Margar eru eins og greiptar í vitund þeirra sem lásu Gagn og gaman á barnsaldri. Eitthvað af myndunum mun Þórdís, dóttir Tryggva, hafa teiknað.

Svo er ákveðin stúdía að rýna í kynjahlutverk og ýmsar hugmyndir um verkaskiptingu, fjölskyldugerð og heimilishald á tímanum þegar Gagn og gaman var ritað. Sumt af því virkar býsna gamaldags í dag – og var reyndar farið að vera svo á seinni hluta notkunarskeiðs þessarar frægu kennslubókar. Það er ólíklegt, þrátt fyrir endurútgáfuna, að Gagn og gaman verði aftur notað við lestrarkennslu í skólum.

Afinn með pípuna sem sagði pu pu pu og blés reyk yfir börn þætti varla fínn pappír í dag þótt hann sé mjög borginmannlegur á myndinni í bókinni.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?