Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir það vonbrigði að sjá Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna snúa mikilvægum heilsufarsmálum upp í pólitískt keiluspil. Í grein Katrínar í Fréttablaðinu í fyrradag sagði hún að einu kerfisbreytingarnar sem ríkisstjórnin stæði fyrir væri aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu og að sveltistefna í garð almannaþjónustu væri það helsta sem héldi ríkisstjórninni saman:
„Í stað þess að fylgja vilja meirihluta landsmanna sem vill sjá meira fé renna til heilbrigðiskerfisins og enn fremur að það sé félagslega rekið á að viðhalda sveltistefnunni sem birtist kýrskýrt í nýsamþykktri fimm ára fjármálaáætlun og standa fyrir enn frekari einkavæðingu á almannaþjónustu. Um það snýst þessi ríkisstjórn, þetta eru einu kerfisbreytingarnar sem hún stendur fyrir,“
sagði Katrín. Í grein sem Óttarr skrifar í Fréttablaðið í dag segir hann og Katrínu vera sammála um að eitt af grunngildum íslensks heilbrigðiskerfis sé jafnt aðgengi að bestu þjónustu sem völ er á. Áhyggjur af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu snúist mest um mögulegan ójöfnuð gagnvart sjúklingum. Segir hann að nýr liður í gjaldskrá SÍ sem snúi að aðgerðum hjá konum sem greinast með BRCA-genið sé í samræmi við þau gildi:
Þessi viðbót við gjaldskrá boðar ekki niðurskurð á fjárframlögum til annarrar heilbrigðisþjónustu. Slíkar ásakanir eru í besta falli tilraunir til að slá pólitískar keilur. Framlög til heilbrigðiskerfisins hafa aldrei verið hærri, tugum milljarða hærri en þegar Katrín sat í ríkisstjórn. Ég skal hins vegar fyrstur samsinna því að við þurfum að gera enn betur á næstu árum.
Óttarr segir það ekkert nýtt að hægt sé að leita til lækna utan Landspítalans innan ramma sjúkratrygginga, með þessu felist engin kerfisbreyting:
Það eru mér töluverð vonbrigði að sjá formann Vinstri-grænna snúa viðkvæmum og mikilvægum heilsufarsmálum upp í pólitískt keiluspil. Slíkir skotgrafaleikir stjórnmálanna sem draga athyglina frá kjarna máls eru einmitt eitt af því sem við