Sjálfstæðisflokkurinn fengi 34,2% fylgi í Reykjavík ef kosið yrði í dag og yrði langstærsti flokkurinn í borgarstjórn. Vinstri grænir koma þar á eftir með 17,8% og Samfylkingin með 13,7%. Píratar fengju svo 12,4%. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis.
Athygli vekur að Flokkur fólksins kemur sterkur inn með 7,1% á meðan Framsóknarflokkurinn og Björt framtíð myndu ekki ná inn manni með sín 2,7% hvor. Viðreisn fengi 5,8% en flokkurinn hefur ekki formlega tilkynnt um framboð í borginni. 3,6% myndu kjósa aðra flokka. 12% myndu skila auðu eða ekki kjósa.
Könnunin var gerð dagana 28. til 29.ágúst, rætt var við 791 manns, svarhlutfallið var 74,4 prósent. Alls tóku 46 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.