fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Miklar ályktanir dregnar af fátæklegum gögnum í skýrslu Hafró

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2017 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Botnsá. Mynd/Flickr

Jón Kristjánsson skrifar:

Mikil umræða hefur sprottið upp vegna fiskeldsisáforma víða um land. Takast þar á veiðiréttareigendur og stangveiðimenn annars vegar og fiskeldismenn hins vegar. Nýlega kom úr skýrsla frá Hafró um hættu af erfðamengun: Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi

Þessi skýrsla hefur síðan verið notuð af báðum deiluaðilum til að styðja sitt mál. Minnir þetta mig á á deilur um smábátahöfn við Elliðaárósa á áttunda áratugnum. Veiðimálastjóri gaf umsögn um áhrif hafnarinnar á Elliðaárlaxinn og umsögnin var svo loðin að báðir deiluaðilar, sem voru annað hvort með eða á móti höfninni, notuðu umsögnina máli sínu til framdráttar. Höfnin var svo byggð en ekkert skelfilegt gerðist.

En aftur að skýrslu Hafró en þar segir:

Í yfirstandandi rannsókn á vegum Hafrannsóknastofnunar (Leó Alexander Guðmundsson o.fl., óbirt gögn) hafa í fyrsta sinn fundist vísbendingar um erfðablöndun úr eldisfiski af norskum uppruna yfir í náttúrulega íslenska laxastofna. Verið er að vinna að skýrslu um þessar rannsóknir en helstu bráðabirgðaniðurstöður eru birtar hér með góðfúslegu leyfi höfunda. Í rannsókninni voru erfðagreind sýni úr 701 laxaseiði úr 16 vatnsföllum á tímabilunum ágúst 2015 og ágúst/október 2016. Auk þess voru erfðagreind sýni úr tveimur kynþroska eldislöxum sem veiddust í Mjólká í ágúst 2016.

Hér segir að verið sé að vinna úr rannsóknargögnum, 701 laxaseiði úr 16 ám, að meðaltali 43 seiðum frá hverri á, en ekki er getið í hvaða ám sýnin eru tekin, niðurstöður enn óbirtar, en ástæða þykir til að birta helstu niðurstöður, sem gefa sterkar vísbendingar um erfðablöndun norskra laxa og íslenskra. Það sem Hafró finnst bitastæðast birtist í kaflanum hér að neðan:

Bráðabirgðaniðurstöður gefa sterkar vísbendingar um að strokulaxar af norskum eldisuppruna hafi sloppið úr eldiskvíum, hrygnt og blandast villtum löxum í nágrenni eldissvæða. Skýr merki um erfðablöndun mátti sjá í tveimur laxastofnum, í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði, sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Í Botnsá fundust fjórir blendingar og tvö hrein eldisseiði, öll af árgangi 2014. Sýnatakan var ekki umfangsmikil en það er athyglisvert að helmingur greindra seiða úr Botnsá reyndist vera af eldisuppruna. Höfundar skýra blendingana með því að eldislax hafi hrygnt í ánni og æxlast með villtum löxum (sennilega eldishrygnur og villtir hængar). Hrein eldisseiði hafa hugsanlega verið afrakstur innbyrðis æxlunar strokulaxa en einnig er mögulegt að þarna hafi verið um að ræða strokuseiði úr seiðastöðinni í botni Tálknafjarðar. Höfundar leiða að því líkur að þarna hafi verið um að ræða afkvæmi strokulaxa úr slysasleppingunni í Patreksfirði í nóvember 2013.

Hér eru miklar ályktanir dregnar af ákaflega takmörkuðum gögnum og það láist að geta aðstæðna við Botnsá.Svo virðist sem greind hafi verið 12 laxaseiði en enginn fullorðinn lax.

Hér er yfirlitsmynd af ósi Botnsár og fiskeldisstöðinni, sem nú er orðin miklu stærri en þegar myndin var tekin.

Botnsá er innst í Tálknafirði, stutt, köld, næringarsnauð með kvikulum malarbotni og ákaflega illa fallin, jafnvel óhæf, til uppeldis laxaseiða og viðhalds sérstaks laxastofns. Í ánni var ekki lax áður fyrr en í seinni tíð hafa veiðst í henni 5-6 laxar á ári. Í ósi árinnar hefur verið starfræk fiskeldisstöð í um 30 ár og þar framleitt laxaseiði ásamt eldi á regnbogasilungi í innikerjum og útitjörnum. Þar gætir flóðs og fjöru og óhjákvæmilega lekur fiskur út úr eldisstöðum.

Því verður að telja líklegt að seiðin sem fundust í Botnsá hafi komið úr eldisstöðinni og að þeir örfáu laxar sem þar hafa veiðst séu af svipuðum uppruna. Það er því nokkuð víst að í Botnsá hefur ekki verið neinn sérstakur laxastofn, sem hafi erfðablandast norskum laxi.

Enn fráleitari eru getgátur Hafró um að fjórir blendingar og tvö hrein eldisseiði séu afkvæmi strokulaxa úr slysasleppingunni í Patreksfirði í nóvember 2013. Þetta er ævintýraleg túlkun á fátæklegum gögnum og hrein ágiskun.

Fiskifræðingur, fæddur 1943. Starfað sjálfstætt frá 1986. Heimasíða: jonkr.mmedia.is

Þá er óskiljanlegt og óleyfilegt að höfundar þessara getgáta hafi ekki greint frá því að eldisstöð, með norskum seiðum, hafi verið staðsett í ósi Botnsár í 30 ár. Einnig gleyma þeir því að seiðaeldisstöð, og áframeldisstöð hefur verið starfrækt á Gileyri, um 2 km frá Botnsá í áratugi og þaðan hafa vafalaust lekið seiði. Þá voru kvíar í firðinum á níunda áratugnum auk þess sem laxeldisstöðin Sveinseyrarlax var fyrir utan oddann.

Að mínu mati er þessi rannsókn ákaflega rýr og miklar ályktanir dregnar af fátæklegum gögnum. Vaknar því sú spurning hvaða tilgangi slík vinnubrögð eiga að þjóna.

Birtist fyrst í Vestfjörðum. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi