fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Barátta í nafni íslenskunnar

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 25. ágúst 2017 09:27

Eiríkur Rögnvaldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/Getty

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Það gengur ekki þrautalaust fyrir sig að viðhalda íslenskunni í samfélagi sem of oft virðist taka enskuna fram yfir okkar ástkæra ylhýra mál. Sem dæmi má nefna að hver sá sem gengur hina vinsælu götu Laugaveginn í 101 Reykjavík sér enskan texta á auglýsingaspjöldum í jafnmiklum mæli og íslenskuna og stundum er tunga Shakespeare þar meira áberandi. Íslendingar vilja laða að ferðamenn og þess vegna þarf að höfða til þeirra á tungumáli sem flestir skilja. Því þarf íslenskan að víkja.

Mynd/Getty

 

Unga kynslóðin er háð tólum og tækjum þar sem enskan er við völd og eldri kynslóðin er nánast í sömu stöðu, orðin að þræl símans. Einhver myndi kannski finna huggun í þeirri staðreynd að þjóðin á enn bækur sínar á íslensku og engin uppgjöf er meðal rithöfunda landsins, en á móti kemur að bóklestur er á undanhaldi. Bókaþjóðin virðist einfaldlega ekki lengur ætla að standa undir nafni.

 

Staðan er sem sagt ekki jafn glæsileg og unnendur íslenskunnar þrá. Það er samt engin ástæða til annars en að halda áfram að berjast og þannig má ná vissum árangri.

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Það gerðist á dögunum þegar íslenskufræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson steig fram og talaði röggsamlega máli íslenskunnar, eins og hann gerir svo vel.

Stundum er það svo í samfélagi okkar að litlu málin verða að stórmáli og rata í fréttir sem vekja almenna athygli. Á dögunum var risastórum H&M-poka með enskum texta stillt upp á Lækjartorgi með þeim afleiðingum að hrollur fór um smekkvísa vegfarendur. Eiríkur sá ekki ástæðu til að þegja heldur sagði:

Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar.

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor. Mynd/DV

Hann benti jafnframt á að Reykjavíkurborg væri að brjóta lög með því að leyfa að risapokanum væri stillt þarna upp. Viðbrögð borgarinnar voru til fyrirmyndar, þar sáu menn snarlega að sér. Skiltið var fjarlægt og því komið fyrir á öðrum stað, fjarri miðborginni. Enskunni var því reyndar ekki úthýst heldur vísað annað, í Smáralindina.

Blessunarlega er ekki rétt hjá Eiríki Rögnvaldssyni að enginn bregðist við flóðbylgju enskunnar. Það finnast sannarlega einstaklingar sem láta sig málið miklu varða. Eiríkur er einn af þeim og á skildar miklar þakkir. Við ættum að fylgja honum, því auðvitað getum við ekki horft aðgerðarlaus á hnignun íslenskunnar. Við hljótum að berjast í nafni íslenskunnar. Enginn ætlast til að allir landsmenn tali gullaldaríslensku. Tungumál eiga að þróast og taka einhverjum breytingum og engin ástæða er til að amast við tökuorðum úr öðrum tungumálum. En staðan er orðin ansi dapurleg þegar Íslendingum er jafnvel orðið tamara að tala og hugsa á ensku en á sínu eigin tungumáli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi