fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Ófullkomin íslenskukunnátta verði aldrei notuð til að mismuna fólki

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor. Mynd/DV

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði segir að það megi ekki gerast að fólk sem ætli sér fulla þátttöku í íslensku þjóðfélagi fái á sig gagnrýni fyrir ófullkomna íslenskukunnáttu líkt og Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar hafi fengið að finna.

Sjá einnig: „Alþingi á ekki að vera með starfmenn sem tala ekki Íslennsku“ – Ráðherra og þingmenn koma Nichole til varnar

Sjá einnig: Hraunað yfir Nichole fyrir að gráta í pontu á Alþingi

Segir Eiríkur í pistli á Fésbók að það sé augljóst að útlendingum komi til með að fjölga á Íslandi. Því hafi verið spáð að að þörf sé á verulegum innflutningi vinnuafls á næstu árum, og segir Eiríkur að vonandi sjáum við sóma okkar í því að taka við fleiri flóttamönnum og hælisleitendum, enda séum við alltof fá til að halda uppi fullburða vestrænu nútímaþjóðfélagi eins og við séum þó að burðast við:

En þetta skapar spennu milli íslensku og ensku. Því er oft haldið fram að allir Íslendingar kunni ensku og þótt það sé sannarlega ofmælt er samt enginn vandi að búa í íslensku þjóðfélagi árum og jafnvel áratugum saman án þess að kunna íslensku. Það þýðir að þrýstingurinn á að læra málið er ekki alltaf mjög mikill, a.m.k. ekki fyrir fólk í fullri vinnu sem það hefur nóg með að sinna. Við höfum ekki heldur staðið okkur nógu vel í að auðvelda fólki að læra málið,

Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar hefur fengið yfir sig svívirðingar frá fólki sem finnst hún ekki tala nógu góða íslensku.

segir Eiríkur. Fjöldi fólks búi hér á landi til lengri eða skemmri tíma án þess að kunna íslensku, dæmi séu um fólk sem hafi búið á Íslandi í hálfan annan áratug án þess að tala íslensku. Þetta sé fólk sem langflest er komið hingað til að vinna:

„En þótt fólk geti búið í þjóðfélaginu til langframa án íslenskukunnáttu felur það ekki í sér fulla þátttöku. Þetta fólk tekur yfirleitt lítinn þátt í félags- og stjórnmálum, það sækir sér sjaldan langskólamenntun, og þótt sumt af því komi hámenntað til landsins á það erfitt með að fá menntun sína viðurkennda. Ef fólk úr þessum hópi ætlar sér að taka fullan þátt í þjóðfélaginu fær það iðulega á sig gagnrýni vegna ófullkominnar íslenskukunnáttu eins og Nicole Leigh Mosty hefur fengið að finna.“

Má ekki verða aðgreining í okkur og hina

Eiríkur segir að það megi ekki gerast að fólk sem ætli sér fulla þátttöku í þjóðfélaginu fái iðulega á sig gagnrýni vegna ófullkominnar íslenskukunnáttu:

Þetta má ekki gerast. Við þurfum á þessu fólki að halda til fullrar þátttöku í þjóðfélaginu, og við megum ekki nota tungumálið til að halda því niðri. Þetta má ekki verða aðgreining í „okkur“ og „hina“. Við þurfum að átta okkur á hættunni á því að við séum að búa til tvær þjóðir í landinu – „okkur“, sem tölum góða íslensku og sitjum að bestu bitunum hvað varðar völd, áhrif, menntun, tekjur o.s.frv. – og svo „hina“ – þá sem tala ófullkomna eða enga íslensku og sitja fastir í láglaunastörfunum, áhrifalausir á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Hann segir það ekki einfalt mál að halda íslenskunni á lofti, en það þurfi að gæta að því að íslenskukunnátta- og færni verði aldrei notuð til að mismuna fólki:

Þetta er ekki einfalt mál – að halda íslenskunni á lofti, halda því til streitu að hún sé nothæf og notuð á öllum sviðum, en jafnframt gæta þess að íslenskukunnátta og -færni sé aldrei notuð til að mismuna fólki. Það er brýnt að stjórnvöld geri sér grein fyrir þessu og móti stefnu í þessum málum. En það er líka brýnt að við, almenningur í landinu, áttum okkur á vandanum og veltum fyrir okkur hvernig eigi að taka á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi