fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Oftaldir erlendir ferðamenn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Furðulegt er það hirðuleysi að ekki hafi verið hægt að fá áreiðanlegar tölur um fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi. Vefsíðan Túristi vakti athygli á þessu í vor og þá var farið að skoða málið.

Viti menn. Eiginlegir ferðamenn til Íslands eru fjórtán prósentum færri í júní en talið var. Til að teljast ferðamaður þarf viðkomandi að gista yfir nótt. En 11 prósent taldra ferðamanna millilentu aðeins og stöldruðu við dagpart – 3 prósent farþeganna voru svo útlendingar sem búa á Íslandi í lengri eða skemmri tíma.

Erlendir ferðamenn í júlí voru semsagt 234 þúsund, ekki 272 þúsund eins og Ferðamálastofa gaf út.

Þetta er á sama tíma og talað er um minnkandi umsvif í ferðaþjónustu eins og lesa má um í Morgunblaðinu í dag. Þetta birtist ekki síst í því að ferðamennirnir sem hingað koma eyða minna fé. Þar hlýtur hátt gengi íslensku krónunnar að vera stærsti áhrifavaldurinn. Hins vegar er fjárfest í ferðamennsku eins og enginn sé morgundagurinn, bæði í hótelum og veitingastöðum.

Áhuginn á Íslandi virðist samt ekki hafa minnkað að ráði. Ég dvaldi í Bandaríkjunum í sumar og hvarvetna hitti maður fólk sem sagðist vera á leiðinni til Íslands, hafði komið til Íslands, langaði þangað eða þekkti einhvern sem hafði ferðast til landsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi