fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Styrktu Viðreisn um meira en lögbundna hámarkfjárhæð: „Úbbs – Þetta er heldur betur ólöglegt“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Smári McCarthy þingmaður Pírata. Samsett mynd/DV

Nokkrir bakhjarlar styrktu Viðreisn um meira en lögbundnu hámarksfjárhæðina 400 þúsund krónur sem hver einstakur má styrkja flokka með. Hins vegar má samkvæmt lögum styrkja flokk um 800 þúsund krónur við stofnun, en Viðreisn var stofnuð í fyrra. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag styrkti fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengdum Viðreisn um 2,4 milljónir króna á síðasta ári. Helgi er einn stofnenda Viðreisnar og var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Styrkti Helgi flokkinn persónulega um 800 þúsund krónur og um aðrar 800 þúsund krónur í gengum félög sín Varðberg ehf. og Hofgarða ehf. Í gegnum Hofgarða ehf. er Helgi einn helsti eigandi Bláa lónsins og N1, styrkti hvort fyrirtækið Viðreisn um 400 þúsund krónur. Sigurður Arngrímsson, einn helsti viðskiptafélagi Helga, og félög honum tengdum styrktu svo Viðreisn um 1,2 milljónir króna.

Smári McCarthy þingmaður Pírata vakti athygli á málinu á Fésbók og sagði:

Úbbs. Þetta er heldur betur ólöglegt.

Smári bætti svo við:

Ég verð að viðurkenna að ég hef oft velt því fyrir mér hvaðan Viðreisn fékk allt fjármagnið sitt. Rekstur Pírata fyrstu árin var alltaf sniðinn við mjög þröngan stakk, og enn í dag leggjum við kapp á að reka flokkinn í plús, jafnvel ef það þýðir aðeins hófsamari kosningabaráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi