fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Öfgamúslimi sem vill breyta íslenskum lögum eins og Airbnb leigjandi sem skiptir sér af klæðnaði húseigandans

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mynd/DV

„Ég er hlynntur frjálsum innflutningi á fólki ef það er á eðilegum forsendum, það er að segja ef það er fólk sem vill flytja inn til þess að vinna. En á síðustu tímum hefur orðið til velferðarríki, þannig að fólk sem flytur til Danmerkur eða Svíþjóðar það fær velferðarbætur, svo er annað sem er öfgamúslimastefna. Þannig að öfgamúslimar sem flytja til Hollands, þeir fara skyndilega að gefa Hollendingum fyrirskipanir. Svipað eins og ef þú leigir út á Airbnb herbergi í húsinu þínu og það kemur einhver leigandi og hann byrjar að segja þér hvernig þú átt að vera klæddur.“

Þetta sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Ásamt því að ræða stöðuna í bandarískum stjórnmálum og samband fræðafólks við almenning þá ræddi Hannes um málefni innflytjenda. Hann segir margt ólíkt með frjálsum innflutningi fólks fyrir hundrað árum og í dag, í dag séu dæmi um að fólk komi til þess eins að þiggja velferðarbætur og öfgamúslimar sem vilji segja Vesturlandabúum fyrir verkum:

Það sem Trump gerir er að spila á þá útlendingaandúð sem sprettur upp úr þessum óeðlilega innflutningi á fólki. Á meðan inn eðlilegi og æskilegi innflutningur á fólki, sem er að ég geti farið til Danmerkur og unnið, eða Danir geti komið til Íslands og unnið, eða boðið gyðingana velkomna sem komu með fullar hendur fjár, duglegir tónlistarmenn og iðnaðarmenn fyrir heimsstyrjöld, það eru æskilegu innflytendurnir. En óæskilegu innflytjendurnir eru þeir sem vilja bara fara á velferðarbætur og vilja segja okkur hvernig við eigum að hafa heiminn,

segir Hannes. Hann segir að málið sé mjög viðkvæmt umræðuefni þar sem það sé orðinn iðnaður í kringum óæskilega flóttamenn:

Þeir valda svo miklum erfiðleikum og það verða til svo miklir starfsmenn í kringum þá og þeir eru að verja sín störf, þetta fólk sem er í þessum geira. Lögfræðingarnir og ýmis ummönnunaraðilar, þeir sjá þarna risastórt verkefni og atvinnutækifæri fyrir sig.

Danska dagblaðið Jyllands-Posten birti skopteikningar af Múhameð spámanni haustið 2005 sem leiddi til mótmæla gegn Danmörku víða um heim.

Það sé óeðlilegt ef flóttamenn komi til Íslands til að þvinga upp á okkur óumburðarlyndi sem þeir séu vanir úr sínu heimalandi:

„Eins og gerðist í Danmörku þegar öfgamúslimar ætluðu að banna mönnum að gera skopteikningar. Það hafa verið óteljandi skopteikningar af Kristi, guðlast er varla lengur sem einskonar brot, að minnsta kosti ekki í reynd, en þeir krefjast þess að við breytum okkar lögum í þeirra þágu, sem ég tel alveg óþolandi.“

Talar Hannes fyrir því að tekin verði upp 24 tíma regla líkt og Svíar og Danir:

Alveg hiklaust. Við ættum alveg hiklaust að taka upp 24 tíma regluna. Við skulum átta okkur á einu. Við erum þetta friðsæla land. Alltaf þegar ég kem til Íslands eftir dvöl erlendis verð ég feginn að vera kominn til þessa friðsæla, örugga griðastaðar og reitar á jörðinni. Það sem við verðum að gera með öllum ráðum er að halda áfram að hafa þetta sem griðastað og friðarstað í heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi