fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Davíð hjólar í Katrínu: Forneskja

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Samsett mynd/DV

„Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, flutti ræðu á flokks­ráðsfundi um helg­ina og fór vítt yfir hið póli­tíska svið. Þar var fátt sem kom á óvart, senni­lega helst það að Katrín upp­lýsti að hún hefði verið fylgj­andi hval­veiðum þegar hún var ell­efu ára göm­ul. Katrín hamraði mjög á and­stöðu sinni gegn einka­rekstri og lét fá svið mann­lífs­ins und­an­skil­in í þeirri um­fjöll­un. Eng­um sem les ræðu Katrín­ar dylst að hún tel­ur stór­vara­samt að einkaaðilar komi nærri rekstri fyr­ir­tækja. Þá er ljóst að hún sér sam­særi auðvalds­ins í hverju horni, til að mynda í því að illa inn­rætt­ar hægri­stjórn­ir haldi op­in­ber­um rekstri í fjár­hags­legri spennitreyju til að geta þvingað í gegn einka­rekst­ur á sviðum þar sem hið op­in­bera hafi brugðist!“

Svona hefst leiðari Morgunblaðsins í dag, gera má rá fyrir að þar haldi Davíð Oddsson ritstjóri á penna og vandar hann Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna ekki kveðjurnar. Segir hann að fátt hafi komið á óvart í ræðu Katrínar á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina, hún sé í forneskjunni og slái um sig með slagorðum úr fortíðinni:

Þá er hún ein­dreg­inn talsmaður hærri skatta og sakn­ar þess ber­sýni­lega að Jó­hanna og Stein­grím­ur skuli hafa misst umboðið til að halda áfram á skatta­hækk­un­ar­braut­inni. Og hún er, eins og for­ver­ar henn­ar í for­ystu vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar síðustu öld­ina eða svo, sann­færð um gildi stétt­ar­bar­áttu til þjóðfé­lags­um­bóta og tel­ur að rétt­lætið hafi sjald­an náðst fyrr en eft­ir „langa og stranga verka­lýðsbar­áttu“,

segir Davíð og bætir við:

En hún er ekki bara í forneskj­unni, hún vík­ur líka að flótta­manna­vand­an­um sem dyn­ur á Evr­ópu þessi miss­er­in. Af hon­um dreg­ur hún sér­kenni­leg­ar álykt­an­ir. Hún seg­ir öfga­hreyf­ing­ar sem ali á ótta við „út­lend­inga og ólíka menn­ing­ar­heima“ hafa vaxið und­an­far­in ár. Og hún seg­ir að hér á landi megi „sjá sömu orðræðu þar sem reynt hef­ur verið að stilla upp fá­tæku fólki og hæl­is­leit­end­um sem and­stæðing­um sem berj­ist um þær krón­ur sem eru til í kass­an­um“.

Segir Davíð að með þessu sé Katrín að viðurkenna að óheftur straumur flóttamanna leggi fjárhagslegar byrðar á þjóðir:

Óraun­sætt tal af þessu tagi ger­ir minna en ekk­ert gagn því að vand­inn er fyr­ir hendi og millj­arðar króna sem fara til flótta­manna verða ekki nýtt­ir í annað.

Davíð segir svo að lokum:

Þó að formaður vinstri grænna slái um sig með slag­orðum úr fortíðinni dug­ar það ekki nema ef til vill til að fá klapp á flokks­ráðsfundi. Al­vöru­stjórn­mála­menn verða að treysta sér í al­vöru umræður, líka um erfið og viðkvæm mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi