Sarah Palin fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaframbjóðandi John McCain segir að Íslendingar séu, líkt og nasistar, að reyna að búa til fullkominn kynstofn með því að drepa þá sem eru öðruvísi. Palin hefur nú bæst í hóp margra Vestanhafs sem gagnrýna Íslendinga harðlega í kjölfar umfjöllunar CBS sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkenni á Íslandi, en þar kom fram að nær engin börn fæðist lengur með heilkennið hér á landi þar sem skimað sé fyrir litningagöllum og þunganir rofnar í kjölfarið. Hafa bæði Ted Cruz þingmaður repúblikana og Patricia Heaton hafa stigið fram og gagnrýnt Íslendinga.
Palin ræddi málið á Fox fréttastöðinni, hún á 9 ára gamlan son, Trig, með Downs-heilkenni, hún sagðist varla hafa getað horft á umfjöllunina vegna sorgar, það sem hún hafi séð hafi verið illska:
Þessi skortur á umburðarlyndi gagnvart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska,
sagði Palin. Bætti hún við að Íslendingar væru líkt og nasistar í Þriðja ríkinu, að útrýma lífum til að búa til fullkominn kynstofn, það hefði haft hræðilegar afleiðingar.