fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Hin skjóllitlu strætóskýli hverfa – svona fóru Sovétmenn að

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. ágúst 2017 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar rennur út samningur Reykjavíkur við fyrirtækið AFA JCDecaux sem rekur strætóskýli í borginni er kannski tími til að hugsa hlutina upp á nýtt. Þessi strætóskýli voru afar stöðluð – og það verður að segja eins og er að þau voru ekki sérlega skjólgóð. Hentuðu semsagt ekki vel í hinni votu og vindasömu borg.

Þetta má auðvitað nálgast með ýmsum hætti, en svo mætti líka setja upp skýli þar sem sköpunarkraftur borgaranna kemur betur fram.

Sovétríkin voru þekkt fyrir annað en að ýta undir sköpun og einstaklingsframtak, en kanadíski ljósmyndarinn Christopher Herwig komst að því að hugmyndaflug Sovétborgara hafði náð að brjótast fram í hönnun strætóskýla. Hann fór vítt og breitt um Sovétríkin og myndaði strætóskýli – og verður að segjast eins og er að sum eru alveg einstök.

Sýnishorn af myndunum má finna á vef sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Það er óhætt að mæla með þessu fyrir áhugafólk um hönnun, arkitektúr og kommúnistaminjar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna