fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Pópúlískur flokkur í bullandi séns?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum að upplifa afskaplega tíðindalítið pólitískt sumar. Það er sannkölluð gúrkutíð. En Inga Sæland og Flokkur fólksins fá þá hugmynd að nota hana til að koma sér á framfæri, halda fund og fylla Háskólabíó. Og sjá – allt í einu er flokkurinn kominn í heil 6 prósent í skoðanakönnunum. Þetta verður ennþá meira áberandi sökum þess að FF mælist stærri en tveir flokkar sem sitja í ríkisstjórn Íslands, Viðreisn og Björt framtíð.

Fyrir þá er þetta býsna pínlegt en fyrir stjórnmáaafl sem hefur verið á jaðrinum eins og Flokk fólksins getur verið ómetanlegt að fá svona könnun. Hún eflir sjálfstraustið og sýnir kjósendum að þetta kann að vera kostur sem skiptir máli. Og í næstu könnun gæti fylgið orðið enn meira.

Inga Sæland er kokhraust í viðtali við Ríkisútvarpið. Segist ætla að bjóða sig fram í efsta sæti FF fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Gefur stór fyrirheit um húsnæðismál, ókeypis máltíðir í skólum og hjúkrunarheimili, og svo vill hún byggja stærri umferðargötur og hverfa frá áherslu á „vistvænan ferðamáta“ eins og það er kallað í fréttinni.

Allt þetta gæti fengið nokkurn hljómgrunn – og maður heyrir spurt hvort þarna sé kominn fyrsti pópúlistaflokkur Íslands sem eigi einhvern séns?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið