fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Þriðjungur þjóðarinnar hlynntur inngöngu Íslands í ESB

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti Íslendinga er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið,  47,9% sögðust andvíg en 29,0% hlynnt. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Andstaða mældist hærri meðal þeirra sem styðja ríkisstjórnina, 67,5%, heldur en meðal þeirra sem styðja ekki ríkisstjórnina, 36,2%. Athylgi vekur að andstaða Íslendinga mælist minni nú en hún var árin 2012 og 2013.

31,7% landsmanna er mjög andvígur inngöngu Íslands í ESB, 16,2% er frekar andvígur. Rúmur fjórðungur þjóðarinnar, 23,1% er hvorki hlynntur né andvígur inngöngu í ESB. 17,7% er frekar hlynntur inngöngu og 11,3% er mjög hlynntur.

Litlar breytingar hafa verið á afstöðu almennings gagnvart inngöngu Íslands í ESB undanfarin þrjú ár. Ef litið er hins vegar til samanburðar til seinnihluta ársins 2012 hefur andvígum fækkað um rúmlega 10 prósentustig þegar milli 60 og 65% Íslendinga kváðust andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á sama tímabili hefur hlynntum fjölgað um 5 til 10 prósentustig.

Höfuðborgarbúar hlynntari inngöngu

Þegar litið er til samfélagshópa kemur í ljós að fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu er hlynntara inngöngu Íslands í ESB, 34,3%, en fólk sem býr á landsbyggðinni, 19,8%. Auk þess mátti sjá að fólk í aldurshópnum 50 til 67 ára og með milljón á mánuði eða meira í heimilistekjur voru líklegust til að vera hlynnt inngöngu Íslands í ESB í samanburði við fólk í öðrum aldurs- og tekjuhópum. Einnig mátti sjá að flest þeirra sem studdu ríkisstjórnina voru andvíg inngöngu Íslands í ESB, eða 67,5%. Hins vegar voru þau sem studdu ekki ríkisstjórnina líklegri til að vera hlynnt inngöngu Íslands í ESB, eða 38,0%. Þetta hlutfall hefur jafnast út frá því í maí 2016 þegar 82,4% þeirra sem studdu ríkisstjórnina sögðust vera andvíg inngöngunni og 39,2% þeirra sem studdu ekki ríkisstjórnina sögðust hlynnt henni.

Þá var stuðningsfólk Framsóknar, 89,2%, og Sjálfstæðisflokksins, 78,1%, líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að vera andvígt inngöngu Íslands í ESB. Aftur á móti var stuðningsfólk Samfylkingarinnar, 77,3%, líklegast til að vera hlynnt inngöngu Íslands í ESB í samanburði við stuðningsfólk annarra flokka. Þá var fleira stuðningsfólk Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar sem sögðust hlynnt inngöngu Íslands í ESB en kváðust á móti inngöngu.

Könnunin var gerð dagana 15. til 21. júní 2017, spurðir voru 1017 einstaklingar 18 ára og eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni