Rennsli óhreinsaða skólpsins, sem hefur runnið út í fjöruna við Vesturbæ Reykjavíkur, hefur verið stöðvað með bráðabirgðaviðgerð. Skólphreinsistöðin hefur verið biluð undanfarna 10 daga og runnu 750 lítrar af skólpi á sekúndu út í fjöruna.
Sjá frétt: Óhreinsað skólp flæðir út í fjöruna við Vesturbæ Reykjavíkur
Í tilkynningu frá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, kemur fram að búið sé að gera bráðabirgðaviðgerð á neyðarlúgu stöðvarinnar og því er skólpið hætt að renna út í fjöruna. Stöðin verði keyrð um helgina og ekki sé gert ráð fyrir yfirfalli. Unnið verði að því að koma lúgunni í fyrra horf í næstu viku.