fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

500 hafa sótt um hæli það sem af er ári

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

130 einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í júní. Heildarfjöldi umsókna á fyrstu sex mánuðum ársins er 500 en það eru um 80% fleiri umsóknir en bárust á fyrri helmingi síðasta árs, 275. 130 einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í júní.  Fjölgunin samanborið við árið 2016, bendir því enn til þess að umsóknir um alþjóðlega vernd á árinu geti orðið allt að 2000 talsins, jafnvel fleiri. Þetta kemur fram í tölum Útlendingastofnunar.

Umsækjendur í júní voru af 19 þjóðernum, flestir komu frá Albaníu, 44, og Georgíu, 40. 42% umsækjenda komu frá ríkjum Balkanskagans. 78% umsækjenda voru karlkyns og 22% kvenkyns. 85% umsækjenda voru fullorðnir og 15% yngri en 18 ára. Þrír umsækjendur kváðust vera fylgdarlaus ungmenni.

44 drógu umsókn til baka eða hurfu

Niðurstaða fékkst í 93 mál í júnímánuði. 33 umsóknir voru teknar til efnislegrar meðferðar en þar af voru 9 mál afgreidd í forgangsmeðferð. 16 mál voru afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 44 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu.

24 þeirra 33 mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun og níu með ákvörðun um veitingu verndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum.

550 einstaklingar í þjónustu

Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar njóta 550 einstaklingar þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi um þessar mundir, þar af eru um 250 manns í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar, á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veita um 300 einstaklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar.

Lögreglan flutti 42 úr landi í júní

Stoðdeild Ríkislögreglustjóra flutti 42 einstaklinga úr landi í júní. 25 einstaklingar yfirgáfu landið sjálfviljugir með stuðningi Útlendingastofnunar í mánuðinum og 13 með stuðningi Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar, IOM.

Málsmeðferðartími umsókna um vernd styttist milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Mest styttist málsmeðferðartími umsókna sem afgreiddar voru í forgangsmeðferð, úr 98 dögum að meðaltali í 63 daga.

Meðalmálsmeðferðartími allra afgreiddra umsókna um vernd á öðrum ársfjórðungi 2017 var 116 dagar, 162 mál. Að meðaltali tók 179 daga að afgreiða umsókn um vernd í hefðbundinni efnismeðferð, 61 mál, 63 daga í forgangsmeðferð, 22 mál, og 82 daga á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 79 mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi