fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Vilhjálmur skoðaði laun stjórnenda SA: „Morgunljóst að almenningur er búinn að fá upp í kok“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness er segir það hafa tekið 21 ár að hækka lægsta taxta verkafólks um 197 þúsund á mánuði en það hafi tekið 200 launahæstu forstjórarana einungis árið í fyrra að fá 200 þúsund króna hækkun á sínum mánaðarlaunum.

Í pistli Vilhjálms á Pressunni gagnrýnir hann harðlega bónusgreiðslur stjórnenda LBI sem greint var frá í morgun:

Enn og aftur er dregið í lottói hjá elítunni en núna voru fjórir stjórnendur LBI með allar lottótölurnar réttar og fá hver í sinn hlut um 90 milljónir! Rétt er að geta þess að þeir sáu sjálfir um að draga lottótölurnar.

Um daginn var dregið í lottói hjá Framtakssjóði Íslands sem lífeyrissjóðirnir eiga og þar hlaut framkvæmdastjórinn 20 milljóna vinning fyrir það eitt að hafa náð að starfa í þrjú ár fyrir sjóðinn,

segir Vilhjálmur. Af því tilefni leit hann í tekjublöð ársins í ár og ársins í fyrra og fann stjórnendur Samtaka atvinnulífsins, SA, sem vilja koma á vinnumarkaðsmódeli í anda Salek samkomulagsins sem Vilhjálmur er telur ekki þjóna hagsmunum launafólks:

Launin hjá þeim sem ég skoðaði voru frá tæpum 2 milljónum upp í tæpar 12 milljónir á mánuði en það var forstjóri Bláa lónsins sem var með um 12 milljónir. Að hugsa sér að þetta sé síðan sama fólkið og talar um mikilvægi þess að stöðva höfrungahlaupið, koma á stöðugleika og beisla launahækkanir er svo mikið viðbjóðsleg hræsni og siðblinda að það nær ekki nokkurri átt.

Vilhjálmur segir það hafa tekið 21 ár að hækka lægsta taxta verkafólks um 197 þúsund á mánuði en það hafi tekið 200 launahæstu forstjórarana einungis árið í fyrra að fá 200 þúsund króna hækkun á sínum mánaðarlaunum. Í dag sé lægsti taxtinn 257 þúsund á mánuði en meðallaun 200 launahæstu forstjóranna eru rétt tæpar 3 milljónir á mánuði:

Hugsið ykkur svo líka að svo tala fulltrúar Samtaka atvinnulífsins um að búið sé að hækka lægstu launin sérstaklega á liðnum árum og áratugum! Hvernig má það vera í ljósi þess að forstjórar fá sömu krónutöluhækkun á einu ári og verkafólk hefur þurft að brejast fyrir í 21 ár!

Það er morgunljóst að almenningur er búinn að fá upp í kok af þessari græðgisvæðingu hjá snobbelítunni sem telur sig hafið yfir annað launafólk í þessu landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi