fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Á þetta að vera „faglegt og traust“?

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir það gæta tvískinnungs að ætla að einkavæða bankana á „faglegan og traustan“ hátt þegar ríkið hafi fagnað sölu Arion banka til vogunarsjóða. Segir Sigmundur á Fésbók að ný eigendastefna ríkisins á fjármálafyrirtækjum ekki neina tímamótaendurskoðun á íslenska fjármálakerfinu en henni hafi hins vegar verið laumað í birtingu:

Loksins hefur eigendastefna stjórnvalda fyrir bankana verið kynnt (eða laumað í birtingu á netinu í júlí). Fjármálaráðherrann sá ekki ástæðu til að gera mikið úr kynningu stefnunnar enda er hún að mestu almenn lýsing á því að bankarnir eigi að vera vel reknir, huga að umhverfismálum osfrv,

segir Sigmundur. Segir hann eigendastefnu ríkisins á bönkunum ekki neina tímamótaendurskoðun á íslenska fjármálakerfinu en umfjöllunin um sölu bankanna sé hins vegar merkileg.

Hún á víst að vera „fagleg og traust“. En til stendur að einkavæða alla banka sem ríkið á hlut í en halda þó eftir 34-40% í Landsbankanum. Með sölu bankanna er stefnt að því að ná þremur markmiðum um eignarhald. Markmiðin þrjú eru að bankarnir verði „til framtíðar í fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi.“ Í næstu setningu kemur svo fram að með „dreifðu eignarhaldi“ sé átt við fjölbreytt eignarhald. Semsagt tvö markmið, heilbrigt og fjölbreytt eignarhald.

Efast Sigmundur Davíð að þessi markmið náist ef miðað sé við sölu ríkisins á Arion banka í vor:

Þetta frá ríkisstjórn sem ekki aðeins samþykkti, heldur fagnaði, sölu stærsta bankans, Arion banka (sem ríkið var óbeint að selja) til hóps af tengdum og einsleitum vogunarsjóðum. „Bónusakónganna“. Aðila sem látið hafa finna fyrir sér í íslenskri pólitík og víðar á hnettinum. Aðila sem enginn veit hverjir standa á bak við og enn síður hvað þeir ætla sér að gera við stærsta banka landsins.

Sem sagt örugg og traust sala fjármálafyrirtækja sem skilar sér í heilbrigðu og fjölbreyttu eignarhaldi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi