fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Formanni VR óglatt: Hve langt er hægt að ganga á umburðarlyndi almennings?

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Samsett mynd/DV

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að sér hafi orðið óglatt við að lesa fréttir um bónusgreiðslur stjórnenda LBI, sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans. Líkt og greint var frá í morgun munu stjórnendurnir skipta með sér rúmlega 370 milljónum króna í bónusgreiðslur vegna skuldauppgjörs Landsbankans níu árum á undan áætlun.

Sjá frétt: Fá rúmlega 370 milljónir í bónusgreiðslur

Bónuskerfið var virkjað í fyrra til að búa til hvata til að hámarka virði óseldra eigna og þar með endurheimtur kröfuhafa. Í frétt Markaðarins er greint frá því að stjórnendurnir fjórir hafi þó enga aðkomu að endurgreiðslu Landsbankans þrátt fyrir að hver fái rúmlega 90 milljónir króna í bónus, því það hafi verið hagsmunir Landsbankans að flýta endurgreiðslunni til að losna við fjármagnskostnað.

Nýverið gagnrýndi Ragnar Þór Kjararáð harðlega, í opnu bréfi sem hann skrifaði með Vilhjálmi Birgissyni formanni VLFA, sagði að með afturvirkum hækkunum væri Kjararáð að leggja línurnar í komandi kjaraviðræðum. Við fréttirnar af bónusgreiðslum stjórnenda LBI í dag sagðist hann hreinlega hafa orðið óglatt:

Fjór­ir stjórn­end­ur eign­ar­halds­fé­lags gamla Lands­bank­ans LBI, hafa fengið bón­us­greiðslur sem nema á bil­inu 350-370 millj­ón­um króna. Bónuspotturinn getur þó farið í 2 milljarða gangi ákveðnar forsendur eftir. Manni verður hreinlega óglatt við að lesa svona fréttir. Hversu langt geta stjórnvöld og fjármálakerfið gengið á umburðarlyndi og þrælslund almennings?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi